Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.11.1934, Blaðsíða 32
SAMTÍÐIN sagði strax í sama tón: — Með j mestu ánægju, fröken. — Gjörið svo vel að fá yður sæti. Svikara, sögðuð þér? — Já, það er maður, sem sigldi undir fölsku flaggi — — Og hnuplaði brosum yðar og ástúð, bætti hann við. — Það er hræðilegt! Slíkt athæfi heyrir áreiðanlega undir einhverja grein hegningarlaganna. Svo kastaði hann grímunni og fór að hlæja. — Vissi ég ekki, að þér gætuð tekið spaugi. Máske þér hafið strax vitað, hvernig í þessu lá? — Vitað hvað? Ég hafði ekki grun um, að þér væruð B. Ran- ders lögmaður fyr en ég kom hingað inn. Aftur á móti komst ég að því í gærkvöldi, að þér vor- uð ekki Petter Björn. Og satt að segja megið þér prísa yður sæl- an fyrir þau skifti. Hann stakk höndunum í buxna- vasana og sagði hikandi: — Eruð þér vissar um það? — Handviss. I þessu fátæklega umhverfi kom hann mér öðruvísi fyrir sjónir en daginn áður. Pó að svip- urinn væri glaðlegur og næstum ögrandi, mátti þó sjá áhyggju- drætti í andliti hans, sem ég hafði ekki veitt athygli fyr. Auk þess var hann í gráum, snjáðum jakka, sem var alt og þröngur um herð- arnar og gerði hann hálf-ferming- ardrengslegan. Sá blái, sem átti við buxurnar, hékk á snaga við dyrnar. SO Mér lék nú enn meiri forvitni en áður í því, að vita, hvemig i þessu lá. — Hversvegna voruð þér eiginlega að villa á yður heimildir? Hann varð lúpulegur á svipinn. Er yfirleitt nokkuð skoplegra til en karlmenn, sem eru að afsaka sig? — Getið þér ekki skilið það? Sjáið þér nú til —. Nei, fyrst verðið þér að fá yður sæti —. Ég sagðist þurfa að flýta mér, en hann virtist ekki heyra það, svo að ég varð að setjast. — Sjáið þér nú til. — Setjum svo, að þér hefðuð langan leiðin- legan dag að baki yðar, — nei, marga leiðinlega daga, bæði liðna og óliðna, — yfirleitt eintóm leið- indi — og að þér fengjuð svo alt í einu tækifæri til að vera sam- vistum við skemtlega manneskju — haldið þér ekki að þér munduð grípa tækifærið fegins hendi? Mér fanst það beinlínis afar mik- ilvægt að geta gengið úr skugga um, hvort þér hefðuð grá eða gul augu. í fyrstu grunaði mig held- ur ekki neitt. Ég heiti nefnilega líka Bjöm. Það var ekki fyr en þér nefnduð nafnið Mona, að ég sá, að hér var um misskilning að ræða. Þér byrjuðuð á því að tala um einhverja frænku mína, og það gat einmitt átt við mig, að öðru leyti en því, að hún var allra manna ólíklegust til að gera sér ómak mín vegna. Framh.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.