Samtíðin - 01.07.1937, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.07.1937, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 — Það eru nú skiptar skoðanir um það, segir Jóhann. — Meðal annars liefir verið sagt, að málara- listin væri „rliythmus“ i línum og litum, og geta líklega flestir verið sammála um, að svo sé. En þar með skiljast líka leiðir, þvi að svo taka hinar mismunandi listarstefnur við. — Hvað segja forvígismenn þeirra? — Ég Ijýst við, að raunsæismenn- irnir verði nú tregir til að viður- kenna þá list, sem eingöngu bygg- ist á lögmálum fagurlTæðinnar, en virðir sannleikann að vettugi. Eins mundu „idealislarnir“ sjálfsagt seint aðhyllast þá list, sem leitast við að lýsa veruleikanum á sem sannastan og nákvæmastan hátt, án þess að l'ullnægja fegu'rðarsmekik fólksins. — Hvernig er viðhorf listmálar- ans gagnvart l. d. landslagi? — Því er þar fyrst til að svara, að landslag er, að mínu áliti, eitt- hvert ólieppilegasta verkefni, sem málari gelur valið sér. Þetta er auð- sætt, þegar á það er litið, að málar- inn hefir ekki skapað landslagið sjálfur og Iiefir því bundnari hend- ur en ella. Ilvaða tryggingu liöfum við t. d. fyrir því, að Keilir sé mátu- lega hár, miðað við þvermál lians, eða að fannirnar í Esjunni séu á réttum stað. Það er engin sanngirni að krefjast þess, að listaverk sé íullkomið, nema höfundur þess Iiafi skapað fyrirmyndina sjálfur. — Hvers konar viðfangsefni velja erlendir nútimamálarar sér þá eink- um ? — Það er sjálfsagt pólitíkin, sem mest her á í listinni, eins og á öll- um sviðum, að minsta kosti nú á siðustu árum. En auðvitað kennir hér margra grasa. Sumir mála and- litsmyndir, aðrir þj óðlífsmyndir, hæjahluta o. fl., o. fl. — Hvað segir þú um málverk sem veggj askraut ? — Þar er þvi fyrst til að svara, að all er hest i liófi. Mörg málverk á sama veggnum eru sjaldan til prýði, allra síst ef þeim er tildrað upp undir loft. Stór veggflötur lieimtar stóra mynd, en myndir, sem eru það smáar, að maður sér þær ekki greinilega úr sæti sinu, eiga ekki lieima á veggjum. Ann- ars má auðvitað líta á þetta frá ýmsum sjónarmiðum. Annað hvort má skoða mynd sem glugga á vegg, þar sem við sjáum út í náttúruna, eða taka liana sem „dekóratívan“ flöt á veggnum, og verður slikt Jóliann Briem: Tvær stúlkur

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.