Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 7
SAMTÍÐIN September 1940. Nr. 65 7. árg. 7. hefti ASÍÐUSTU ÁRUM eru augu íslendinga farin að opnast fyrir því, hvílík höf- uonauðsyn það er, að menn læri alment taltækni, listrænan upplestur (framsagn- arlist) og góðan ræðuflutning. Aðrar þjóð- ir eru í þessum efnum langt á undan okkur. í Svíþjóð stendur framsagnarlist með miklum blóma, og telja Svíar engu síður nauðsynlegt, að menn læri að fegra rödd sína og vanda múlfar sitt en að þeir læri að skrifa móðurmál sitt sómasam- lega. í raun og veru ber að leggja meiri áherslu á tal- og framsagnarkenslu en kenslu í meðferð ritmáls. Vitanlega á að keppa að því, að öll þjóðin verði sæmi- lega ritfær, en hitt liggur í augum uppi, að það verður jafnan hlutskipti tiltölu- lega mjög fárra manna að fást við rit- störf. Maður, sem skrifar 1—5 sendibréf á ári, talar hins vegar oft sem svara mundi nokkuð stórri bók á hverjum degi, ef alt, sem hann segði, væri jafnóðum fært í letur. í Svíþjóð þykir sjálfsagt, að prestar, kennarar og yfirleitt allir, sem mikið þurfa að tala í áheyrn annarra, læri taltaekni og framsögn. Það er og altítt þar í landi, að afgreiðslufólk í meiri hátt- ar verslunum læri slíkt, því að fögur og þaultamin rödd þykir þar höfuðprýði hvers manns og er talin mjög voldugt tæki til þess að laða fólk að, eigi síður en almenn siðfágun. I Englandi er einnig lögð mikil áhersla á að kenna mönnum fagran framburð. Ensk kona, Kathleen Rich, sem kent hefur upplestur við T h e Guildhall School of Music í Eondon, kemst þannig að orði: „Ég hef lært framsagnarlist vegna þess, að við það jókst skilningur minn á gildi hókmenta um allan helming, og þá eink- um á gildi hinnar æðri ljóðlistar. Ég lærði hana, af því að hún veitti mér kjark °S þor til þess að tala opinberlega. List- ■n að tala fallega er bráðnauðsynleg í daglegu lífi og við kenslustörf mín. Enn fremur hef ég sannprófaö, að raddfágun ásamt réttri Öndunaraðferð er injog heilsusamleg fyrir taugakerfið, brjóst og háls. Ég fæ nú orðið miklu sjaldnar kvef en áður. Minni mitt hefur stórbatnað, og ég á orðið hægara með að læra en áður, en slíkt tel ég mikils virði. Eg lærði fram- sagnarlist, af því að mér finst það á- nægjulegt að geta skemt öðrum, og ég þekki ekkert, sem megnar að veita jafn- mikla skemtun og verulega góður upplest- ur. Þar þarf ekkert undirspil, ekkert leik- svið, alls ekkert nema örlítið svigrúm og holt andrúmsloft". — Annar merkur Eiiglendingur, Elton Iávárður, segir svo: „Fjölbreytni mannsraddarinnar er óend- anleg, sem best má heyra á því, að engir tveir menn hafa nákvæmlega sams konar málróm, en flestir gagnólíkan. Yndisleiki fagurs andlits hverfur, ef röddin er ljót eða hrjúf. Og mörg fögur stúlka, sem dag- lega ver góðri stund til þess, að snyrta sig og auka þar með á meðfædda fegurð sína, ætti að læra taltækni. Slíkt er ómet- anleg hjálp í lífsbaráttunni. Fögur rödd er dásamleg náðargáfa. Það er athygli- vert, að margt fólk, sem ekki getur sung- ið, hefur oft glæsilega talrödd. Sá maður, sem hefur fagran málróm, hlýtur að sýn- ast yndislegur, enda þótt hann sé ekki sérlega fríður sýnum.“ — Okkur íslend- ingum hættir mjög við því að hampa með- fæddum hæfileikum, en leggja minna upp úr lærdómi og mentun. Slíkt er eðlileg afleiðing þess, að íslensku þjóðina hefur til skamms tíma skort mjög kenslu í mörg- um greinum. En brátt mun þjóðin kom- ast að raun um, að meðfæddir hæfileikar eru hvergi nærri einhlítir í lífsbaráttunni. Það er ekki nóg að hafa sæmilega rödd, menn verða einnig að læra að fága hana og beita henni rétt í tali og lestri. Þetta mun þjóð vor brátt sannfærast um.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.