Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 liætti nianna í þessari risavöxnu borg? - Ef til vill það, live flest fólk er óniannblendið og ópersónulegt, ef svo niætti segja, þar til maður liefur verið kyntur því, og svo liitt, hve líf manna í New York fer að miklu levti fram utan heimilanna, enda horða nálega allir vinnandi nienn morgun- og hádegisverð á opinher- um matsölustöðum. Annað fyrir- komulag væri líka óhugsandi vegna fjarlægðanna, enda hýr mikill hluti ibúanna að sjálfsögðu fyrir utan sjálfa horgina. Hreinlæti er afar mikið í New York, og þar hef ég vf- irleitt fengið betri m,at en á matsölu- húsum annars staðar. Miðstéttir horgarinnar húa i 3—4 herhergja i- húðum, og ýmsar fjölskyldur, sem elcki hafa háar tekjur, húa i smá- húsum út af fyrir sig. íhúðir í New York eru mjög með nútimasniði. Ný- tísku kæliskápar fylgja hverri íhúð, enda er slíkt heinlinis nauðsyn i hin- lun mikla sumarhita. Ef um mið- stéttir er að ræða, er algengt, að hjón hafi hæði fasta atvinnu, og er heimilislíf slíks fólks nokkuð frá- In-iigðið því, sem hér er títt, þvi eins og áður er sagt, nýtur fólk iðulega Iífsins á kvöldin utan heimilisins, á veitinga- og skemtistöðum. — Mjög lítið er um betlara í New York, en hetlarar borgarinnar hafa með sér skipulagðan félagsskap og gefa jafn- vel út blöð. - Hvernig eru kjör verkamanna i New York? — Ég hef orðið þess var, segir Halldór, — að allmargir íslendingar halda, að kjör verkamanna þar í horg séu afhurða góð, enda er slíkt engin furða, þar scm hafnarverka- menn i New York fá nálega 1 ?/> doll- ar um tímann, eða alt að 10 ísl. lcrónum! Hjá iðnaðarmönnum er kaupið enn þá hærra, eða alt að 2 dollarar á klst., og þó er amerískum iðnaðarmönnum viða betur horgað en í New York. En hér er sá galli á gjöf Njarðar, að mörg iðnaðarfyrir- tæki vestra, m. a. hílaverksmiðjurn- ar, starfa ekki að jafnaði af fullum krafti nema 4—5 mánuði á ári. Um atvinnu liafnarverkamánna i New York er það að segja, að hún er svo stopul, að þeir munu síst húa við hetri kjör en verkamenn í öðrum löndum, einkum þegar tekið er tillit til hins geysiháa verðlags, sem er á flestum nauðsynjum, vestra. - Telur ]m, að amerískar vörur séu heppilegar fyrir Islendinga? Þær eru yfirleitt ágætar og standast, hvað gæði snertir, fyllilega samanhurð við þær vörur, sem við höfum keypt í Evrópu. Verðlag á ýmsum vörum vestra er líka a. m„ k. eins hagstætt og í Evrópu. Á það einkum við um járn- og stálvörur og alls konar vélar. En hvað sumar aðrar vörutegundir snertir, er verð allmiklu hærra en við höfum átt að venjast, og stafar slíkt oft af því, hve lítið við getum. keypt í einu. Mjög oft eru fyrirspurnir um am.er- iskar vörur héðan miðaðar við svo smáar pantanir, að verksmiðjur vestra vilja alls ekki sinna þeim, og því hafa margír íslenskir innflytj- endur tekið það sjálfsagða ráð að gera sameiginlegar pantanir, til þess að komast að betri kjörum en

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.