Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN var hún auðug. Auðug af fegurð og yndisþokka. Hún var fegursta stúlk- an í bænum, því að hún liafði gengið á snyrtistofu náttúrunnar. Roði kinna hennar var „vaskekta“ og roði var- anna „kissproof“; það gel ég dæmt um. Glampi augna hennar var eðli- legur, enda var hann tendraður fjöri óspiltrar æsku. Látbragð hennar var iaust við alla tilgerð og lærdóm, göngulagið lótt og óþvingað. Yfir svip Iiennar var sumar, sól og sak- leysi. I þessum litlu herbergjum höfð'um við notið tilhugalífs okkar. Hamingjan var okkur hliðstæð. Skýjaborgir voru.bvgðar. Ekkert var til sparað, enda var byggingarefnið ó- dýrt. En bamingja okkar varð ekki langvinn. Adam var ekki lengi í Paradís. Snákurinn sá fyrir þvi. Rík- ur maður fékk ágirnd á henni. I fyrstu sinti liún ekki bónorðum hans. En að lokum lél hún undan. Tilboðin voru svo glæsileg, og hún var aðeins kona. Samke])ni mín kom að engu haldi. Ástin er svo vanmáttug gagn- vart auðæfunum. Hann fékk hennar, tók eina lambið fátæka mannsins, eins og í dæmisögunni forðum. Nokk- urn tíma syrgði ég bana, en svo tókst mér að gleyma. Haf gleymskunnar er djúpt. Dýpi þess er ómælanlegt. Þetta eru þær endurminningar, sem ég á bundnar við litla húsið, sem notað er til vörugeymslu. DANSLEIKUR. Ég sit við borð mitt og virði fyrir mér bið dansandi fólk. Loftið í salnum er þrungið tóbaksreyk, vínangan og trylíandi jazzmúsik. Það er rétt svo, að ég greini fólkið, sem framhjá mér dansar, gegnum blágráa reykjar- móðuna. Ég hef gaman af að veita athygli því, sem fram fer. Það er ekkert eins sundurleitt og dansandi fólk. Það er líka svo misjafnt, sem fyrir þessu fólki vakir. Sumt er ást- fangið. Það dansar hægt og liljóðlát- lega, horfir dreymandi i augu livert annars og laugar sálir sínar hvert í annars sál. Hátíðleg þögn stafar frá því. Þetta er fólk, sem heldur, að það liafi fundið hamingju lífsins, og ])að getur meira en verið, að svo sé. Ég læt það ósagt. Aðrir láta dæluna ganga. Þeir dansa hina svokölluðu skyldudansa. Það eru líka dansar út af fyrir sig. Svo eru hjónadansar, þunglamalegir, þögulir og litlausir, rétt eins og dansað væri á ösku gam- alla glóða. Þó fer ekki hjá því, að maður sjái öðru hvoru endurskin ást- ar í augum þessa fólks. Það er þegar annað hvort rennir hýru auga til ein- hvers, sem framhjá dansar. Fjar- lægðin gerir fjöllin blá. Hjónin gera upp sínar sakir, þegar heim er kom- ið. Sunnudagurinn fer í að jafna mis- klíð, sem sprottið hefur af afbi-ýði- semi. Víða er pottur brotinn. Við borðin situr fólk og horfir á, meðan það hvilir sig. Það stingur saman nefjum og dæmir þá, sem framhjá dansa. Dómarnir ganga mest út á smekklausan klæðaburð, lélega „hoIdningu“, og annað ámóta mikil- vægt. Smá slúðursögur eru látnar fylgja til bragðbætis. Ljósin slokkna. Marglitir geislar ljóskastaranna varpa rómantískum blæ vfir tilveru þessa fólks. Skál. Það er skálað og aftur skálað. Það er um að gera að komast í stemningu. Gleðin á svo örðugt

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.