Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN anddyrið. Ég næ í yfirhöfn ínina. í anddyrinu stendur maður og kona. Þau eru auðsjáanlega að biða eftii' bifreið. Ég þekki þau. Það er Gunnar Ölvers útgerðarmaður og kona bans, frú Elín Ölvers. Þau eru að rífast, og ég lieyri hana segja: Ég vissi altaf, að þú varst skepna — en með svona tös guð minn góður! Én sá smekkur! Hann svarar stuttu urri. Hún beldur áfram i lægri rómi. Ég heyri ekki, livað hún segir. Bifreið nemur staðar fyrir utan. Þau fara út. Gangstéttin er forug, svo að frú- in lyftir kjólfaldi sínum. Fallegir fætur koma í ljós, fætur, sem koma mér svo kunnuglega fyrir sjónir. Bif- reiðin lokast og ekur af stað. Herra og frú Ölvers aka heim til sín. Ég hretti upp kragann á frakkan- um mínum, því það er slyddubylur. Svo legg ég af stað, fótgangandi. Ánægjubros leikur Um varir minar, ])ví ég er ánægður með lífið og hlut- skipti mitt. NÝLEGA hefur verið siníðuð grammófónnál, sem spila má með 2000 plötur, án þess að nokk- urt sarg heyrist eða plöturnar skemmist. Slik nál endist með all- mikilli notkun í tvö ár. Nál þessi er með safíroddi og kostar í Englandi 8 shillinga. — Elsa hefur orðið fyrir bílslysi. — Meiddist hún mikið? — Nei, það skófst bara dálítil málning af henni. FrúTabouis liin gevsiforspáa, frakkneska hlaða- kona, sem nú lifir í útlegð, skrif- aði, skömmu eftir að hún kom til Englands, grein, þar sem hún full- yrti, að Frökkum hefði verið í lófa lagið að sigra Þjóðverja í yfirstand- andi stvrjöld. Frú Tabouis komst m. a. þannig að orði: — Frökkum er það enn ekki fylli- lega ljóst, að það, sem einkum réð því, frá pólitísku, teknislui og sið- ferðislegu sjónarmiði, að þeir urðu undir í stríðinu, er sú staðreynd, að her þeirra skyldi ekki ráðasl á Siegfried-linuna 2. sept. 1939, enda þólt liann væri illa undir slíkt hú- inn. Ef þessi árás hefði verið fram- kvæmd, vitum við öll, að hún liefði hepnast, og þar með hefði frakk- neski herinn ráðið örlögum Þýska- lands. Við liöfum i fórum okkar skýrslu þýsku herstjórnarinnar frá. 12. og 13. sept. 1939. Þá bað hún leiðtoga sinn þess heitt og innilega, að hann sendi liðstvrk til vesturvígstöðv- anna. Keitel herforingi sagði hvað eftir annað: „Ef Frakkar ráðast á Siegfried-línuna, munu þeir hrjót- ast gegnum hana, og þá mun skap- ast hjá okkur sams konar ástand og 1914.“ Hitler svaraði ávalt: „Það þora þeir aldrei. Ég hef nógan tima til að sigra Pólverja, áður en ég sendi allar hersveitir mínar í vest- urátt.“ Því miður létu Frakkar það á sannast, að leiðtoginn hafði rétt fyr- ir sér.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.