Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Frú X: Ég er tengdamóðir G HEF lengi kviðið því, að ég yrði börnum mínum til byrði í ellinni. Þess vegna liafði ég árum saman velt því fyrir mér á ýmsa vegu, livernig ég gæli orðið sjálf- bjarga, er ég gerðist gömul, og heilsa mín tæki að bila. Nú var svo komið, að ég var orðin heilsulítil og nálega eignalaus. Ég átti því einskis annars úrkosti en að flýja á náðir dóttur minnar, enda þótt mér væri slíkt þvernauðugt. . Eftir að maðurinn minn dó, bafði ég búið ein í sjö ár. Ég fór að hugsa um, hv'ort það mundi nú ekki verða örðugt fyrir mig, þetta aldurlmigna, að glata frelsi minu og semja mig að siðum geróliks beimilis. Ég og dóttir mín erum báðar skapstórar, og áður en bún giftist, vorum við býsna oft ósammála um liitt og þetta. Maður bennar, sem er gall- harður kaupsýslumaður, er heldur ekki sérstakt lipurmenni i umgengni. Ég hafði séð of margar gamlar kon- ur flýja á náðir barna sinna til þess, að m,ig fýsti að feta i fótspor þeirra. Ég sagði við sjálfa mig: — Þetta verður beiskasti bikar, sem lífið hef- ur rétt þér. Áður fyr hafði ég sigr- ast á öllum örðugleikum lífsins, af þvi að ég var ung. Ef mér tækist að sigrast á þessum, vissi ég, að laun- in mundu verða friðsæl elli bjá ást- vinum mínum. í fyrsta lagi gerði ég méf það Ijóst, að enda þótt dóttir mín ætti í hlut, bæri henni engin skylda til að annast mig i elli minni. Eg liafði því engar kröfur á hendur henni. Þetta áleit ég rétt að hafa að stað- aldri í huga, ef til einhverra á- rekstra kæmi. Gömlum konum liætt- ir oft við að gleyma því. Einnig var mér Ijóst, að sérliver maður hefur réll til að vera liúsbóndi á sínu heim- ili. Þegar dóttir mín var hjá mér, var bún mér að öllu leyti eftirlát. Nú hl'aut bún að ráða ein heimilis- háttum sínum. Auðvitað varð ég að öllu leyti að fylgja venjum hennar, en slíkt er oft bægara sagt en gert. Fyrstu óþægindin, sem ég varð fyrir, stöfuðn af vinkonu minni, Alice, sem oft kom að finna mdg. Ég bað hana að reyna að sæta lagi og koma einkum, þegar dóltir mín, Katrín, og maður bennar væru ekki heima. En sá var gallinn á, að Alice stóð altaf lengi við og var aldrei far- in, þegar dóttir min og tengdasonur komu heim. Ég varð þess vör, að bún þreytti þau. í fyrstu var ég að luigsa um að skeyta því engu, en við nánari athugun sá ég, að slíkt mundi vekja misidíð, svo að ég á- kvað að fórna kunningsskapnum við Alice. En jafnframt ákvað ég að láta ekki á því bera, að ég saknaði henn- ar. Þá þurfti ég einnig að gæta var- úðar í sambandi við blutdeild mína í innánhússtörfunum. Oft heyrði ég dóttur mína segja: „Ég læt hana mömmu hjálpa mér við húsverkin eftir því, sem liún þolir.“- — Hún sagði þetta í tón, sem mér gast ekki alls kostar að. Ég ákvað nú að bjóða yfirleitt ekki fram aðstoð mína við

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.