Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.09.1940, Blaðsíða 25
SAMTÍÐIN 21 minn þarf á að halda, skrifa ég stundum hréf fyrir hann líka. Ég er hreykin yfir þvi, að hann skuli biðja mig um slíkt, því að liann gerir miklar kröfur til vandaðs frágangs. Þegar ég var ung, langaði mig til að ganga mentaveginn, en þess var enginn kostur. Nú hugðist ég að hæta mér upp það, sem ég hafði orð- ið að fara á mis við í æsku, og tók að lesa úrvalsbókmentir. Síðan las ég listasögu og heimsótti nú að stað- aldri málverkasöfn. Varð ég hrátt furðu vel að mér í ýmsu því, er laul að málaralist og betur en margt hið yngra fólk, þó að ég segi sjálf frá. Ég hef lítið útvarpstæki í herberg- inu mínu. Margt kvöldið hef ég stytt mér stundir við að hlusta á útvarp. Meðal annars hef ég að staðaldri hlustað á íþróttafréttir. Þetta hafði dóttir min enga hugmynd um. En einu sinni á dögunum komu liingað hjón. Þau voru ákaflega hneigð fyr- ir að tala um íþróttamet, en í þeim efnum eru hvorki dóttir mín né tengdasonur vel að sér. Nú kom sér vel, að ég hafði að staðaldri hlustað á íþróttafréttirnar. Ég reyndist fróð um alt það, sem gestirnir liöfðu á- huga fyrir, og þeir skemlu sér I)rýðilega og fóru ánægðir heim. í raun og veru er ellin sjúkdóm- ur, sem enginn, er nær háum aldri, fær umflúið. Þegar ég finn til henn- ar, reyni ég að hrista hana af mér og berjast af alefli gegn áhrifum hennar. Eitt af einkennúm ellinnar er makræði, og einnig fylgir henni þunglyndi og ólti við nálægð dauð- ans. Þegar slíkar liugsanir sækja á mig, held ég mig sem mest inni í HLÍ N hefir altaf á hoðstólum 1. flokks prjónavörur unnar úr útlendu og innlendu efni. Vélar hefir liún þær full- lconmustu, sem til eru hér á landi i þessari iðn. Hlín vill beina því til allra livar sem er á landinu, að kynna ykkur verð og vörugæði áður en þér festið kaup á prjónavör- um annarsstaðar. Reynslan hefir sýnt að Hlín- arvörur fara sigurför um land alt. — Selt í heildsölu og smásölu. Prjónastofan Hlín Laugavegi 10. Sími: 2779. íslendingar! Látið jafnan yðar eigin skip annast alla flutninga yðar með- fram ströndum lands voi’s. Hvort sem um mannflutn- inga eða vöruflutninga er að ræða, ættuð þér ávalt fyrst að tala við oss eða umhoðsmenn vora, sem eru á öllum höfnum landsins. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.