Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 6

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 6
2 SAMTÍÐIN Þetta eru ekki jólabækur, heldur bækur, sem börnin yðar verða að eiga, bækur, sem gera börnin að betri börnum: Sérstök útgáfa fyrir unglinga, með nýju sniði. Klassiskar bókmenntir í snilldarþýðingum og frumsamdar bækur upp- eldisfræðinga og kennara. Fyrstu fjórar bækurnar komu úi fyrir jól og eru prentaðar á vandaðan, þykkan bókapappír. Ein, Mjallhvít, í þýðingu Tómasar Guðmundssonar, kom í fyrra og er nærri uppseld. Björnstj:rne Björnson: KÁTUB PILTUR, þýdd af Jóni Ólafssyni, skáldi Hin nýja MJALLHVÍT, eftir Tómas og Disney. Selma Lagerlöf: MILLA, þýdd af Einari Guðmundssyni, þjóðfræðasafnara. Um þessar bækur er óþarft að fjölyrða. Þær eru allar heimsfrægar og óumdeilanleg listaverk. KÁTUR PILTUR er þýdd af Jóni Clafssyni, skáldi og ritstjóra, skömmu eftir aldamót, og munu fleslir á einu máli um, að bókin verði ekki betur þýdd. Um bókina sagði einn gagnmenntaðasti og víðsýnasti íslenzkur bókménntafrömuður nýlega, að liann hefði enga bók leslð jafnoft. MILLA er síðasta bók Selmu Lagerlöf og lýsir lítilli stúlku, krypplingi, sem gerist svo góður dýralæknir, að undrum sætir. Það er ekki hægt að gera börnin yðar að betri börnum, ef þessar bækur fá engu áorkað. — TJÖLD í SKÓGI heitir frábær unglingabók eftir Aðalstein Sigmundsson, kennara. Hún lýsir sumardvöl ungra pilta í Þrastaskógi. Aðalsteinn fylgir bverju fótmáli þeirra frá morgni til kvölds, starfi þeirra, leikj- um og erfiðleikum; viðskiptum þ'eirra við silungana í Soginu, mýsn- ar í holunum og jafnvel flugurnar. Hver einasti dagur er spennandi skáldsöguefni, fullur af unaði og fegurð og heilbrigði. — Þetta er ágæt bók fyrir stráka. Eigið þér bækurnar: Gullroðin ský, Æfintýri Odysseifs, Ferðalangar og síðast en ekki sízt Segðu mér sögu, eftir síra Jakob Jónsson?

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.