Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN Febrúar 1943 Nr. 89 10. árg., 1. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKULASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. E iKN AF mikilsverðustu hæfileikum mannanna er sá, að þeir kunna furðu- vel að taka hverju, sem að höndum ber eða haga seglum eftir vindi. En nýlega sagði einn vitur og reyndur Islendingur í viðtali við mig: „Jafnvel hér á landi, úti á hjara veraldar, gerast nú stórkost- legir atburðir svo óðfluga, og breyting- arnar eru það hraðfara, að örðugt er að átta sig á öllu þessu. Flestu í atvinnulífi þjóðar vorrar er nú öfugt snúið við það, sem áður var." Amerískur maður, dr. C. M. Tidmarsh, flutti ekki alls fyrir löngu erindi í Ro- tary-klúbbnum í borginni Montreal og komst þá m. a. þannig að orði: „Fyrr á öldum höfðu menn gott tóm til að laga sig eftir hinni hægu framvindu menn- ingarinnar og tileinka sér það haldkvæm- asta, sem hún hafði að bjóða. En hinar hröðu framfarir þessarar aldar ryðjast á menn með slíkum ofurþunga, að tileink- unarhæfileika þeirra má heita ofboðið. Menn vita oft ekki, hvaðan á þá stend- ur veðrið, og þeir verða blátt áfram rugl- aðir í brotsjóum nýjunganna, sem sífellt skella á skilningarvitum þeirra. Tauga- kerfi voru er stórlega misboðið sakir þess, að æ meiri kröfur eru til þess gerðar, og verst af öllu er þó, að menn unna sér ekki framar verulegrar hvíldar. Svefn- tími vor er orðinn miklu styttri en vera ætti, en út yfir tekur þó, hve illa oss notast að honum sakir sífellds hávaða í flugvélum, bifreiðum, bifhjólum og blás- andi skipum. Hið síþreytta taugakerfi vort orsakar örðuga drauma, og þegar menn vakna, þreyttir á morgnana, tekur orusta dagsins við. Lífsbarátta mannanna verð- ur sífellt harðari, samkeppnin ákafari og kvaðirnar þyngri. Vér hikum orðið við að treysta því, sem í dag er staðreynd, því að á morgun megum vér búast við, að ný viðhorf hafi kollvarpað því. Trúar- brögðin eru vanrækt, vegna þess að full- trúar efnishyggjunnar telja þau ekki nógu hagkvæm; þau verða beinlínis ekki í ask- ana látin. — Hvernig er svo hvíld vor að afloknum löngum og örðugum starfsdegi? Andlega þreyttir, beinlínis oft að niður- lotum komnir, setjumst vér niður og Ieit- um oss hjartastyrkingar í glasi af víni. Því næst neytum vér þungrar máltíðar, lesum skrumkenndar fyrirsagnir stórblað- anna og hlustum á glymjandi útvarp. Svo kemur hið langþráða sumarleyfi. Vér för- um langt burt, til þess að flýja annríkið og leita oss hvíldar, en lendum svo eftir allt saman á einhverju fjarlægu sumar- gistihúsi, þar sem tilveran er smækkuð mynd af ys stórborgarinnar. Þar leggja gestirnir nótt við dag í glaumi og gleði, við dans, drykkju og spilamennsku. Að sumarleyfinu loknu erum vér guðsfegnir að komast heim til þess að öðlast hvíld. Hvergi er næði að hafa. Það er enginn friður neins staðar. Stríð- ið, sem ysinn og háreystin hafa sagt taug- um vorum á hendur, er látlaust. Þar er aldrei um vopnahlé að ræða. Hraðinn hef- ur í för með sér tíðar slysfarir. En þrátt fyrir allt er oss tjáð, að menn nái nú hærri aldri en áður. Einnig vitum vér, að með auknum framförum á sviði læknavísind- anna hefur tekizt að lækka dánartölu barna að miklum mun. Og í baráttunni við ýmsa næma sjúkdóma hefur mikið unnizt á. En sú er trúa mín, að þeir menn, sem lifað hafa tvær heimsstyrjald- ir og ægilega ltreppu milli þessara styrj- alda, verði að lokum svo úttaugaðir, að þeir geti tæplega vænzt þess að komast á gamals aldur. B ENDIÐ vinum yðar á, að Samtíðin er 5 sinnum ódýrari en samsvarandi bækur yfirleitt. Vinsældir ritsins eru löngu þjóð- kunnar og sívaxandi. LANDSí ,V3

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.