Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN VIÐHORF DAGSINS III. Frá sjónarmiði Pétur Jakobsson AÖLLUM öldum. virðist sem fasteignir liafi þótt eftirsókn- arverðar. I Hávamálum segir: „Bu es betra an biðja sé, halr es heima hverr; þótt tvær geitr eigi ok taug- reptan sal, þat es þó hetra an bæn.“ Þetla er ofur einfalt mál. Fuglar eiga sér hreiður, og refir eiga sér greni. IIví skyldi maðurinn, konungur jarð- arinnar, ekki þurfa að eiga þak yfir liöfuðið. Það er vitað, að þegar á 14. öld sótlust efnaðir menn hér á landi óftir fasteignum, jörðum. Þá var leyfiiegt að taka leigur eflir fasteign- ir og gangandi pening. En þá var jafnframt bannaður rentuburður peninga. Áður en farið er hér lengra út í efni fyrirhugaðs máls, þykir mér hlýða að taka lil athugunar, hvað er fasteign. Iiefi ég orðið þess var, að þar kennir misskilnings almennt. í Rómarétti segir, að fasteign sé yfir- horð jarðar. Sá, sem á stórt eða lítið svæði á yfirborði jarðar, er eigandi fasteignasalans Eftir PÉTUR JAKOBSSON fasteignasala að fasteign. I kaupstöðum eru lóðar- eigendur eigendur að fasteign, en jafnframt þvi, sem hús eru byggð á þeim, færist fasteignarnafnið yfir þau. Kallast húsin fasteign, af því að þau eru bygg'ð á óhreyfanlegum eignarfleti á yfirborði jarðar. Sé sitt hvor eigandi húss og lóðar, er hús- eigandi ekki fasteignareigandi. Þann- ig er um hús, sem hyggð eru á leigu- lóðum. Þau eru ekki fasteign. Þau mega slanda á lóðinni, meðan leigu- tíminn varir og kallast þá fasteign, en það er afleidd og óeiginleg merk- ing. Upphaflegt fasteignakaup og sala hér á landi var vitanlega kaup og sa!a jarða. Um liús var hér ekki að ræða fyrr en þorp (kaupstaðir) tóku að byggjast. Sala jarðanna fór fram með ýmsu móti, t. d. með hand- sölum, með vottum, án skriflegra gerninga. Þegar fyrir æva löngu þótli hrenna við, að fasteignakaupendur og seljendur beittu miður sæmileg- um aðferðum í fasteignaverzlun sinni. Er gott sýnishorn af þvílíkri verzlun dregið fram í dagsljósið i skáldsögunni „Maður og kona“, þar sem greint er frá jarðakaupum séra Sigvalda. Hér í Reykjavík mun fast- eignasala þekkjast fyrst, svo að telj- andi sé, um 1890, en var þá lengi vel í mjög smáum stíl. Á fyrri heims- styrjaldarárunum færist hún nokk-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.