Samtíðin - 01.02.1943, Síða 10

Samtíðin - 01.02.1943, Síða 10
6 SAMTÍÐIN og lánstraust þjóðarinnar að sínum hluta, svo að á beri. 1 stríðinu frá 1914 til 1918 hækkuðu fasteignir i verði, jafnt jarðir í sveit og hús i kaupstöðum, en ekkert var sú hækkun hjá þeirri gífurlegu hækk- un, sem í þessu striði hefir orðið á þeim, og þó einkum, á húsum í kaup- stöðum, og þá sérstaklega hér i Reykjavík. Jarðir eru nú ekki mik- ið eftirsóttar. Veldur því fólksleysi til vinnu og hátt kaupgjald í sveit- um. Enn fremur hin geysimikla at- vinna, sem, verið hefur. Hins vegar hafa lnis, einkum í Reykjavík, hækk- að svo í verði á s. 1. tveimur árum, að ævintýrum er það likast. Keppzt hefur liver við annan að hjóða upp verð þeirra. Á s. 1. ári voru sum hús hér í hænum seld fimm sinnum, og munu hafa tvöfaldazt í verði á þessu timabili. Á sama tímahili hefur liúsa- leiga aðeins hækkað um 25%. Af þessu hefur skapazt hið geigvænleg- asta ástand. Sum, húsin gefa ekki í leigutekjur nema ca. 5% af því verði, sem ]iau hafa verið keypt fyrir. Sjá því allir, í livílíkt óefni hér er kom- ið. Margir húséigendur anna ekki að standa straum af þessum liúsa- kaupum sinum. Þeir verða því að selja þau eftir stuttan eignartíma, ef það er hægt, meðan eftirspurnin er. En er kreppan kemur, sem hlýtur að koma, fyrr en varir, verður gífui’- legt verðhrun fasteigna, og fjöldi rnanna, sem ke}rpt hefur i verðbólg- unni, missir eignir sinar, verður gjaldþrota og kemst á vonarvöl, eft- ir allt þetta falska fjárbrask og gengi. ÞuRUNN SVEINSDÓTTIR: Vetrarkvöld Drífa þekur dali, dökk er himinlind, nístir norðansvali nakinn fjallatind. Blóma, er sumar seldi, svæfðar eru brár. Á frostrósa felldi freðin blika tár. Hæst á himinboga hrærast stjörnur smá. Norðurljósin loga, leiftra til og frá. Hátt í himinveldi heiður máninn skín, yfir kyrru kveldi hvílir helgilín. Svell með geisla glömpum gleðja huga manns. Skin frá Ioftsins lömpum lýsir nú í dans. Þjóð með fætur fima, er fer um hála tjörn. Út úr skuggum skima skrítin álfabörn. Syngur dátt á svelli söngva þjóðin hraust, óð úr fjalli og felli flytur bergmálsraust. Finnst oss fögur sýnum foldin ísaköld, falin faðmi þínnm, fagra vetrarkvöld. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGG- INGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S. Aðalumboð á fslandi Vesturgötu 7. Reykja- vík. Sími 3569. — Pósthólf 1013.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.