Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 12
SAMTÍÐTN POUL REUMERT: i Þegar leikarinn skapar persónur ¦ .••.,.' Poul Reumert SÁ LEIKARI mun tæplega fyrir finnast, er ekki hafi þó nokkr- um sinnum á ævinni rekizt á fólk, sem spurði hann undrandi og jafn- framt með talsverðum aðdáunar- hreim í röddinni: — En hvernig i ósköpunnm farið þér að því að Iæra og muna öll þau hlutverk, sem þér leikið? Sá, sem fyrir spnrningunni verður, hlýtur að hugsa sig um and- artak, áður en hann fær svarað henni. Hann hugsar nefnilega að jafn- aði ekki.vitund um þessa hlið máls- ins. Slíkt kemur fyrst til greina, er menn taka að gerast gamlir eða ef [Lesendur Samtíðarinnar munu hafa gaman af að kynnast i þessari grein sjónarmiðum hins fræga danska leikara, sem kvænt- ur er hinni ágætu leikkonu vorri, Önnu Borg.] þeir verða fyrir veikindum. Það er jafn hversdagslegt og sjálfsagt, að Ieikari sé fær um að læra og.muna eins og að bankastjóri kunni að skrifa og reikna og trésmiður að saga og hefla, og varla finnur nokkur maður upp á því að furða sig á eða .dást að slíku. Svarið við spurningunni verð- ur því eitthvað á þessa leið: ¦— Ég fer engan veginn að þvi! í raun og veru læri ég alls ekki hlutverkin mín, og ég man þau heldur ekki: Sann- leikurinn er sá, að hlutverkin breyt- ast í persónur, og þessar persónur eru nú einu sinni eins og þeim er á- skapað að vera. Þær hugsa og finna til hver á sína visu, og málfæri þeirra og ytra útlit er með ákveðnu móti. í margbreytni og blæbrigðum leiksins verða þær að haga sér, spyrja og svara nákvæmlega eins og þær gera. Þar er ekki um neina aðra leið að ræða, og í raun og veru gerist allt þelta af sjálfu sér! Hér er þó um eina undantekningu að ræða, nefnilega þegar leikarinn verður fyrir því sorglega óiiappi, að hönUm tekst ekki, þrátt fyrir baráttu og erfiði, að öðlast það mikinn áhuga fýrir híutverki sínu, að það taki hug hahs allan. Slíkt er meira óhapp en auðvelt sé að gera sér í hugarlund,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.