Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 14
10 SAMTIÐIN listamenn. Skömmu seinna segir hún um hinn enska stéttarbróður sinn, Sir Henry Irving, að hann hafi verið dásainlegur listamaður, en enginn leikari. Réjane kallar hún: „leikkonu í orðsins fyllstu merkingu .... og hún var listamður — þegar hún vildi það við hafa!" Það er víst ógerningur að draga menn í tvo svona greinilega afmark- aða dilka í bókslaflegri merkingu.- Og fyrir Sarah Bei'nhardt vakir lika víst miklu fremur að skýrgreina tvö höfuðeinkenni meðal leikaranna. Þeir eru líka oft einkenndir með til- liti til þess, hvaða leið þeir velja sér, þegar þeir brjóta sér braut frá hinu skrifaða orði til liins mælta máls, frá innri sýn til ytri verundar. I stultu máli: Þegar þeim hefur verið fengið hlutverk — og þeir eiga að leika það. ÞÆR TVÆR aðalleiðir, sem um- ferðin beinist eftir í landi leik- listarinnar, eru býsna ólíkar. Aðra þessara leiða hlaupa menn léttilega samkvæmt ávísun eðlishvatar sinnar, en hina leiðina ganga menn með íhygli við hvert fótmál. Fyrri leiðin er oft kölluð listamannatrjágöngin, en sú síðari leikaravegurinn. Trjá- göngin virðast dularfull, en vegurinn á hinn bóginn miklu auðrataðri, og nýtur hann þar af leiðandi minna á- lits. Ég fyrir mitt leyli tel báðar þess- ar leiðir ámóta heppilegar. Aðal- atriðið er, að menn nái bæði heilu og höldnu og í tæka tíð settu marki. Hér eru tvö dæmi. Fyrir nokkrum árum skrifaði Karl Schluter leikrit, sem hann nefndi: Það er kominn dagur. Það var leik- ið, þegar Knud Rassow var leikhús- stjóri, og var dr. Roslrup leikstjórinn. Þeir, ásamt leikurum þeim, er gefinn vár kostur á að lesa leikritið, voru á einu máli um, að hár væri um að ræða mikilfenglegt, dramtískl verk, bæði að þvi, er snerti sálfræðilegt innsæi og sviðhæfni. Yerkið töldu þeir á allan hátt með þeim ágætum, að sjálfsagt væri, að leikbúsið tæki það til meðferðar, enda þótt efni' leiksins væri örðugt viðfangs og næstum kvalræðislegt og þar væri túlkuð bölsýni, er afneitaði lifinu sjálfu. Það var ekki unnt að vísa þessu leikriti á bug, enda þótt ekki væri þorandi að spá því neinum vin- sældum af hálfu leikhúsgesta. Var nú ákveðið að láta þetta engin áhrif bafa, enda þótt hér sé um afar veiga- mikið alriði að ræða, er einkaleik- hús á hlut að máli, og sama máli hef- ur því miður verið að gegna um Konunglega leikhúsið í seinni tið. Þetla leikrit fjallar um mann, Hilmer Rubne að nafni, sem hefur gerzl læknir, enda þótt slíkt sé hon- um því miður mjög ógeðfellt. Hann er gáfaður maður, iðinn og duglegur, vísindamaður, könnuður og hugsuð- ur, en — ekki læknir í þeim skilningi, að slíkt sé honum meðfætt. Hann verður yfirlæknir við sjúkrahús eitt úti á landsbyggðinni. Nú fæðist þeim bjónum barn, og er bað sveinbarn. Læknisfrúin, Helga Ruhne, sem verð- ur það veik, er hún elur barnið, að hún kemst í opinn dauðann, veit ekki, að það er bæklað. Svo vill til, að um sömu mundir liggur í sjúkrahúsinu ung stúlka, sem hefur alið sveinbarn, og er sá drengur heilbrigður og táp-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.