Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 15
SAMTlÐIN 11 raikill. Ruhne læknir á auðvelt með að fá stúlkuna til að afsaia sér þessu barni, sem er henni til byrði og auk þess sýnist munu eiga sér miklu bjartari framtíð en ella, ef læknirinn ættleiði það. Læknirinn þorir ekki að segja konu sinni, örmagna, hvernig í öllu liggur, þorir ekki að minnast á hinn hræðilega vanskapning, sem hún hefur fætt af sér og hann skömmu síðar styttir aldur af ein- tómri meðaumkun með barninu. Hins vegar leggur hann heilbrigða, aðfengna sveinbarnið við brjóst hinn- ar ástfólgnu konu sinnar. Hún kemst aftur til heilsu og er himinlifandi yfir barninu, sem hún lieldur, að hún hafi sjálf alið. En Ruhne læknir, sem ætlaði sér að segja henni, hvernig í öllu lægi, treystist nú ekki til að hrófla við hamingju hennar. Sú ham- ingja verður þó ekki langvinn. Tveggja ára gamall andast drengur- inn af völdum farsóltar. — Rulme öðlast aldrei frið í sálu sinni. Fyrr- nefndur verknaður liggur eins og farg á samvizku hans. Enginn veit neitt um hann, en i einrúmi kvelsf læknirinn af heilabrotum yfir því, hvað sé rétt eða rangt í sambandi við barnsmorðið, sem framkvæmt var af eintómri meðaumkun. Hann kemst að lokum að þeirri niðurstöðu, að honum beri skylda til að stytta þjáningar þeirra sjúklinga sinna, sem ekki eigi sér bata von, enda þótt honum sé það fullljóst, að sem læknir hefur hann svarið hess dýran eið að vernda lífið og starfa í þjónustu þess. Þessi ólæknandi klofning í sálarlífi hans, og þessi sifelldu lieilabrot, sem hann verður ætið að halda leyndum. taka þó að lokum að móta skapferli hans. Og dag nokkurn vill svo til, að hann verður af ófyrirsjáanlegum ástæðum að útskýra og játa allt fyrir konu sinni. Þetta gerist að næturlagi í svefnherbergi henn- ar. Allar ógnir undanfarinna ára, sem hann hefur af öllum lífs- og sál- arkröftum kappkostað að halda leyndum, brjótast nú fram í orðum hans. Ýmist hljóðar hann af mót- þróa eða hann hrópar i ákæruskyni, og stundum hvíslar hann í iðrun. Þegar hinn yfirþyrmandi orða- straumur játningarinnar loks stöðv- ast, og þegar Helga liefur með yfir- náttúrlegu þreki af samúð innilegs kærleika skilið til hlítar og gerzt þátttakandi í hinum takmarkalausu þjáningum síns ástkæra maka, sem hann hefur tjáð henni á þessari stuttu, en geysi-örlagaþrungnu slund, setur hana steinhljóða. Hún skilur, án þess að slíkt fái henni angistar eða sorg- ar, að úr þessu er lífið þeim hjónum einskis virði. Með sinni farsælu ró tekst henni að gagntaka mann sinn. Og þau andast hvort í annars örmum .... meðan dagsbirtan vætlar gegn- um gluggatjöld svefnherbergisins. Niðurl. i næsta hefti. 8 AMTÍDIN á að greiðast fyrirfram. — Áskrifendur eru því beðnir að senda ár- gjald sitt fyrir 1943 strax. Áskrifendur út um land, sparið yður hækkaðan póstkröfu- kostnað með því að senda þessar 10 k r ó n u r nú þegar í bréfi eða póst- ávísun. Áritun: Samtíðin, Pósthólf 75, Rvík. Ég fékk rennda rörabakka pg' rennistálið sent frá þér. Mikið á ég því að þakka þetta ár, sem liðið er.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.