Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 16
12 SAMTIÐIN ÞÓRIR ÞÖGLI: 104. saga Samtíðarinnar BANADÆGUR AGÚSTSÓLSKINIÐ flæddi inn um gluggann á einkaskrifslofu Gríms gamla verzlunarstjóra. Háv- ær kliður gargandi hvítfugis, er sveimaði yfir dökkbláum fleti fjarð- arins, örskotslengd frá glugganum, barst inn til mín. Sjávarloftið, bland- ið seltunni, streymdi inn til min um opinn gluggann. Ég hallaði mér aftur á bak í mjúk- um skrifstofustólnum og naut þess að lifa. Dvöl mín í þorpinu virtist ætla að verða hin ánægjulegasta. Starfið — samningagerð við skuldu- nauta verzlunarinnar — reyndist auðveldara en ég hafði búizt við, og frá því gáfust margar tómstundir. Islenzka sumarveðráltan var örlát á blíðu sína. Norðlenzka sólskinið vermdi mig inn að hjartarótum. Kvöldstundirnar úti í hlíðinni fram- an við þorpið liðu í rómantískum sæludraumum. Ungu stúlkurnar í þorpinu voru margar snotrar og hæfilega fljótar til viðkynningar. Ég hugði mjög gott til að dvelj- ast þarna fram eftir haustinu, ef verkefni entust svo lengi. Og færu kynni mín við vissa persónu, sem ég hitti stundum úti i hlíðinni, eins og nú voru helzt horfur á, mundi ég finna einhver ráð til að láta verkefnin endast nokkuð fram á haustið. Ég hafði nýlokið samningi við karl framan úr Firði, þjösnalegan, óþægan karl, sem mér tókst þó að lokum að ná góðum sanmingi við. Og ég var dálítið hreykinn af frammistöðu minni við hann. Smá- brösur við skuldunautana, eins og við þennan karl, verkuðu í starfi mínu eins og hæfilegt krydd í góðri máltíð. Og nú sat ég þarna og beið þess næsta. Vindlarnir hans Gríms gamla voru prýðilegir. Blár reykurinu sveif í kynjamyndum út i skrifstof- una. Ég var ungur, hraustur og á- hyggjulaus og naut dagdrauma minna. Þá skeði það, þetta óvænta, ó- skiljanlega. Var því hvíslað að mér? Sá ég það í vindlareyknum? Ég veit það ekki. Hvað mér stendur þessi löngu liðna stund í skrifstofu Gríms gamla Ijóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Sólargeislinn inn um gluggann hafði náð hvítri, óskrifaðri pappírs- örk, sem lá á borðinu. Steingrá dúfa, með græna spegla í vængjunum, flaug i kröppum boga fyrir glugg- ann. Ég leit sem snöggvast á papp- írsörkina, baðaða í sólarljósinu. Endurkast ljósgeislanna blindaði mig, svo að óg lokaði augunum and- artak. Og þá, á því augnabliki, kom hún upp í huga mínum hin ógn- þrungna vissa. Ég átti að deyja.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.