Samtíðin - 01.02.1943, Side 17

Samtíðin - 01.02.1943, Side 17
SAMTÉÐIN 13 Dej’ja þann 16. september næstkom- andi. Ég reyndi að lilæja þetta hugboð, þessa ömurlegu vissu, burtu. Hlát- urinn varð holur og liljómlaus. Því ítrekáðri og ákveðnari tilraunir sem ég gerði til að hrinda þessu úr huga mínum, því fastara sat það. Vitund mín saug' þetta hugboð í sig', líkt og svampurinn vökvann, sem hon- uin er dýft í. Frá þessari stundu varð gjörljreyt- ing á viðhorfi minu til starfsins og lifsins. Vafalaust mætti sjá, hvaða mánaðardag ég öðlaðist þessa vissu mn örlÖg mín, með því að athuga sámningana, sem ég gerði við karl- ana. Eftir þann dag varð ég miklu vægari og eftirlátari í samninga- gerðinni. Ilvaða ástæða var lil þess fyrir mig, að baka mér óvikl karl- anna þessar fáu vikur, sem ég átti ólifaðar, með því að vera harðdræg- ur í samningunum við þá? Stundum byrjaði ég daginn að vísu með þeim ásetningi, að hvika hvergi og halda fast á málum verzl- unarinnar. Þegar á liólminn kom, hvislaði ávallt einliver rödd undir- vitundar minnar þvi að mér, að slaka til, og niðurstaðan varð sú, að karlarnir kvöddu mig með lilvju handabandi, þegar þeir fóru. Siðari •duta veru minnar í Þaravík komu karlarnir óðfúsir tit samningagerð- arinnar. Sennilega fæ ég þau eftir- mæli hjá eigendum verzlunarinnar, að ég bafi farið gálauslega með um- boð þeirra i þessu starfi. En það var fleira en viðhorf mitt til samningagerðarinnar, sem breytt- ist, Ég: fami sterka þörf ti) þess að njóta lystisemda þessa lífs, er ég átti nú svo brátt að Ijúka, í sem fyllstum mæli. Ég, sem alla mína þrjátíu ára ævi hafði verið hinn mesti hófs- og reglumaður, varpaði nú skyndilega allri liófsemi fyrir borð. Vindlar gamla Grims urðu harla ódrjúgir, og ferðir mínar i áfengisbúðina urðu æ tíðari. Ég leit- aði skyndikynna við kvenfólkið i þorpinu, eldra sem yngra, og yfir þeim kvnnum var enginn róman- tískur bjarmi lengur. Ég tæmdi i botn livern þann bikar, sem bauðst. Þannig liðu dagarnir og urðu að vikum. Ógnþrungin vissan um hinn bráða aldurtila minn þróaðist í huga mér, óx og fékk stöðugt fullkomn- ari og ákveðnari mynd, eins og fóst- ur, sem þroskast i móðurkviði. Nú var svo komið, að ég vissi, að ég yrði myrtur þennan vissa dag. Verk- færið, sem til þess yrði notað, hafði ég þegar séð. Ég liorfði á það i búð- arglugga, sem ég gekk framlijá tvisv- ar á dag. Það var dálitill, þrístrend- ur stálbor með sverum og' þungum hnúði á endanum, bor, sem notað- ur er lil að höggva smágöt á múr- veggi. Þarna lá þessi lilli hlutur og blikaði á bláhvítt slálið í hár- bvössum oddinum. Einkennilegur, skjálftakenndur straumur fór um taugar minar, þegar ég hugsaði um þá stund, er þessi skyggði, þrí- strendi stáloddur slæði inn úr höfuð- kúpu minni á hægra gagnauganu. í hvert sinn, er ég gekk framhjá glugganum, staðnæmdist ég og borf'ði á borinn. Og ég var farinn að njóta þeirra stunda. Éins ög likáinlegu fósri vaxa ný -

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.