Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN líffæri með auknum aldri, þannig bættust ný atriði vissunni um dauð- daga minn. Nú vissi ég einnig, hver sá maður var, er mundi svifta mig lífinu. Það var Hákon, múrarinn, sem ég sá sí og æ út um skrifstofu- gluggann, þar sem hann vann að því að slétta veggi á fjögra hæða steinhúsi hinum megin við götuna. Já, það var hann og enginn annar, sem handleika mundi horinn í húð- arglugganum. Hann, sem var einn þeirra fáu kunningja, er ég hafði eignazt í hópi karlmanna, meðan ég dvaldist í Þaravík. Tíminn leið. Fjórtánda septem- ber, afmælisdaginn minn, ákvað ég að kaupa múrborinn í glugganum og gefa sjálfum mér hann í afmælis- gjöf. Þá gat ég skemnit mér við að handleika og horfa á kalt stálið þá tvo daga, sem eftir voru af ævi riiinni. Þegar ég kom í búðina, var borinn horfinn, seldur. Kaupandi hafði verið Hákon múrari. Allt h'né að einu um ævilok mín. Borinn var nú í höndum Hákonar. Þann 16. yrði ég horfinn úr tölu lif enda. Og enn átti ég þó svo margs ónotið í þessum heimi. Ég tók mér frí bann fimmtánda. Samningunum yrði hvort sem var ekki lokið, þeg- ar ég hyrfi burtu. Ég man fæst af því. sem gerðist þennan dag, sem verða átti síðasti frídagur minn i þessum heimi. Einstök atvik vefj- ast bó fvrir mér. sem í óráðsboku sótthitasiúks manns, en bau koma þessari frásögn ekkert við. Um kvöldið heimsótti és; Hákon múrara á herbergi hans á fjórðu hæð í húsinu, sem hann vann við. Þar sat éa" nokkra hríð o« drakk með honum. Skömmu eftir miðnætti, þegar ég var að yfirgefa Hákon, sá ég múr- borinn, er ég hafði oftast skoðað i búðarglugganum. Hann lá á borði í horninu á herberginu og hlikaði á oddinn. „Hó! Þarna er þá þessi vinur minn," hrópaði ég og þreif borinn. Ég fitlaði með hárhvössum oddin- um við nöglina á vinstri þumal- fingri og gældi við verkfærið. Hákon horfði á mig undrandi. Svo hló hann og sagði: „Ertu nú búinn að fá delluna, lagsi?" „Dellu! Hafðu sjálfur dellu. En það hefur enginn dellu, þegar odd- urinn á þessum vini minum smýg- ur inn úr hauskúpunni á hægra gagnauganu." Ég þreif utan um herðarnar á Há- koni og þrýsti oddinum á bornum á hægra gagnaugað á honum. „Ertu brjálaður?" hrópaði hann. „Ætlarðu að drepa mig?" Os hann reif sig lausan, þreif af mér borinn og henti honum út um opinn glugg- ann. „Nei, vinur minn," sagði éí?, o<? ölvunin var nú að mestu runnin af okkur báðum. ,.Ég er ekki brjálaður, ekki brjál- aður fyrir tvo aura. En — á mor^- un verð é<? dftuður. Á mor<um verð ég dreninn! Hevrirðu bað?" Nú var ég aftur orðinn æstur. ,.Á mor'nm. á mormn, d^enur þú mig." kvriaði é« aftur o<r affur. „Nú ert þú þó áreiðanlega búinn að fá dellu," sagði Hákon, tók und-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.