Samtíðin - 01.02.1943, Síða 19

Samtíðin - 01.02.1943, Síða 19
SAMTlÐIN 15 ir liandlegginn á mér og leiddi mig út. Það seinasta, sem ég man þetta kvöld, er, að Hákon leiddi mig fram með húshliðinni, sem hann vann við. Þá lá múrborinn í sandhrúgu undir húsveggnum. Oddurinn sneri heint upp. Skaftið, sem var þyngra en oddurinn, hafði grafizt niður i sandinn. Ég vaknaði seint morguninn eft- ir. Mér leið bölvanlega. Höfuðið var þungt eins og hlý og þorstinn drep- andi. Taugarnar voru alveg úr jafn- vægi eflir slark undanfarinna daga. Ég komst ekki úr rúminu fvrr en ég hafði skolað niður vænum snapsi. Þá klæddist ég svörtum fötum, hvitri skyrtu og svörtu hálsbindi. Einhvern mun fannst- mér ég verða að gera á þessum degi og öðrum dögum, deginum, sem verða mundi banadægur mitt. Ég fór ekki lil vinnu á skrifstofunni fyrir hádegi o<? mætM með seinna móti í mat- söluhúsinu, þar sem ég borðaði. Þegar ég settist að mathorðinu, sátu þeir. sem þar voru fyrir, þögl- ir og hnípnir eins og við jarðar- för. oeí virtust enga matarlvst hafa. Um leið og ég var setztur, spurði sessunautur nr’nn: „Hefur hú heyrt um slysið?“ ,-Slvsið? Nei. Ilvaða slys?“ „Það er voðalegt. Hákon múrari da't niður af vinnupalli i morgun °g lenti með höfuðið á múrbor. sem ló i sandhrúgu við hús’ð. Borinn rakst inn úm hauskúpuna á hægra gamiaima. Læknirinn segir. að hann oafi dáið samstundis. Ég mætti Þeim með hann á götunni, þegar ég var að koraa í matinn, manninn, sem gekk lieill og hraustur til vinnu fyrir 3 tímum síðan.“ Meðan sessunautur minn skýrði mér frá þessu, var sem illur álaga- hamur hryndi af mér. Álirif, sem ég hafði verið undir vikum saman, viðruðust hurtu. Ég átti ekki að deyja í dag'. Ég átti enn þá að fá að lifa æsku og ævintýri. Martröð liðinna vikna lá að haki eins og leiður draumur, sem aldrei mundi rætast. „Ó-já, svona förum við allir, ein- hvern tima,“ sagði ég dálitið kæru- leysislega. Sessunautar minir störðu undr- andi á mig, þar sem þeir sátu lyst- arlausir yfir rjúkandi kjötsúpu- diskunum. Ég tók til matar mins. Þelta var ilmandi kjötsúpa, með ferskum hlóðeimi, sem aðeins finnst af ný- slátruðu lambakjöti á haustin. í húsi skammt frá okkur lá nú ungiir maður, sem farið liafði hrausUir til starfa i morgun, liðið lík, með lítið, drejTrugt gat á hægra gagnauganu. En ég átli að fá að lifa. Ég lauk af diskinum og hringdi á þernuna: „Meiri kjötsúpu, takk.“ N orðlcndirurur fendi SamO'ðinni nýlesa 12 nýia áskrifendur. Viljið þér líka greiða götu hennar? THORVALDSENSBAZARINN, Austurstræti 4. Reykjavík. Teknr til sölu vel unna ísl. muni. Sendið honum alls konar prjónles Pg band.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.