Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN Helgi frá Þórustöðum: Gömul minning Klökkradda svanir í sárum sungu á skógartjörn. Við sátum þar úti saman, tvö, saklaus og fátæk börn. Hljótt var orðið, og heiður himinn í stjörnum skein. Ég vissi, að þú unnir mér einum, og ást þín var falslaus og hrern. Við áttum eftir að nema óskanna fjarlægu lönd. Þó byggðum við fagrar borgir á bernskuvonanna strönd. T TVERNIG er sá rétti andi iþrótta- *-.¦¦*¦. starfseminnar? 1. Að iþrótta- maður sé ekki montinn. 2. Að hann gefist ekki upp. 3. Að hann heiðist ekki afsökunar, þegar honum mis- tekst. 4. Að hann sé glaður, þó að hann tapi. 5. Að hann berist ekki á, þó að hann vinni. 6. Að hann leiki clrengilega. 7. Að hann leiki eins vel og honum er unnt, 8. Að hann hafi gaman af að tefla á tvær hætlur. 9. Að hann meti leikinn meira en úrslit Jians. (Úr The Efficiency Magazine, Lon- don). Háttvirtu áskrifendur Margir hafa spurt: „Er hægt að gefa út jafn stórt og vandað tímarit og Samtíð- ina fyrir 10 króna áskriftargjald, miðað við hinn gífurlega útgáfukostn- að?" Slíkt væri alls ekki hægt, ef ritið nyti ekki jafn frábærrar skilvísi kaup- enda sinna og raun er á. Það, sem einn- ig léttir útgáfuna, er, að kaupendum fjölg- ar alltaf jafnt og þétt. Munið, að hver nýr, skilvís áskrifandi, sem þér sendið oss, eykur lífsmöguleika þessa vinsæla titnaiits að miklum mun. Með því að safna áskrif- endum útvegið þér' mönnum frábærlegíi ódýrt og virtsælt tímarit og léttið' oss út- gáfustarfið að miklum mun. Hjálpið oss til að koma Samtíðinni til sem flestra bóklesandi íslendinga. Með því eruð þér að vinna þarft verk. Áskrifendum í Reykjavik til hægðar- auka er nú hægt að greiða árgjöldin ;í þrem stöðum í bænum. í austurbæ í BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAB, Laugaveg 34. í miðbæ í BÓKAVERZLUN FINNS EIN- ARSSONAR, Austurstræti 1, og í vestur- bæ hjá JAPET á Bræðraborgarsííg 29. Keppilegast er, að menn greiði ritið sjálf- ir, en ef til innheimtu kemur, verður að bæta við árgjaldið 2 króna óhjákvæmi- legum innheimtukostnaði. Sparið yður og oss slíkan aukakostnað og fyrirhöfn. Askriftarsími Samtíðarinnar er 2526. Skólavörðustíg 10, Rvík. Sími 1944, Pósthólf 843. — Ég elskaði hana, þegav ég leit hana auguin í fyrsta sinni. — Af hverjn giftistu henni þá ekki, maður? . .— Ég sá hana tvisvar seinna. ' — Getur unnusla þín þagað yfir leyndarmúli? — Já, það er ég viss um. Hún var búin að vera trúlofuð mér í 3 vikur, áður en ég hafði hugmynd um, að nokkuð væri wn að vera. _v

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.