Samtíðin - 01.02.1943, Síða 21

Samtíðin - 01.02.1943, Síða 21
SAMTÍÐIN 17 GRÉTAR FELLS: Börn klungursins Síðan eg' gaf út bók mína „Söng Jifsins“ síðastliðinn vetur, en hún iiafði inni að halda nokkur óhundin ljóð svo kölluð, iiafa ýmsir látið ljós silt skína yfir þá tegund skáldskap- ar. Þótt málflutningi liafi ekki alltaf verið Iiagað þannig, að fullkomin hirðmennska (kurteisi) hafi talizt, hefir þó nokkurn veginn mátt við una, enda þótt ég furði mig olt á því, hvers vegna ekki er unnt að rita um þessi efni, án þess að hálfgildings hnífilyrði þurfi að fljóta úr pennan- um. Vér, sem liöfum leyft oss að leggja lítilsháttar stund á það, að reyna að rita óhundið mál á ljóðræn- an hátt og að kalla slika málsmeðferð óhundin ljóð eða frjáls, höfum verið kallaðir „litil skáld“, „gerviskáld“, og þar fram eftir götunum, og nú hefir einn spekingurinn ruðzt fram á ritvöllinn i Samtíðinni og kallar oss fóstursyni flatneskjunnar, segir, að vér eigum lítið undir oss, eins og hann orðar það miður smekklega, og liefur rímskáldin upp til skýjanna. auðvitað á kostnað Iiinna lílil- sigldu rímleysingja. Og enn þá kemui hér fram liinn furðulegi misskilning- ur, að skáldskapur og ljóðúð geti okki án rimsins verið, sérstaklega ekki hinna dýru liátta, og er nú tal- að uin „brattgengi“ í því samhandi. Ég hefði þó lialdið, að um andlegl hrattgengi gæti ekki verið að ræða, cf hugsunin væri ekki hrattgeng. alveg án tillits til þess, á hvern Iiátt hugsunjn er birt, Og vissulega er það. svo. Beztu skáldin og listamennirn- ir játa það hreinskilnislega, að form- ið sé þeim ævinlega mikill fjötur um fót, og segir sig sjálft, að því óþjálla sem formið er, því niéiri tálmanir verða á vegi skáldsins eða listamanns- ins. Dýrt rím er óþjált form, enda eru þeir tiltölulega mjög fáir, sem kunna svo með að fara, að ítrustu fegurðarkröfum og öllum reglum hragfræðinnar sé fullnægt og jafn- framt sé ekki þrengt að einhverri hugsun, og jafnvel stundum kreist úr henni lífið. Sannleikurinn er nú sá, að oftast er listin mest í einfald- asta og auðveldasta ríminu, af þeirri éinföldu ástæðu, að þar hefir verið um minnsta áreynslu að ræða. Um hið dýra rím er það því miður oft að scgja, að það her á sér merki iðnaðar, en ekki listar. Mér liggur við að segja, að það löðri stundum af svita skáldsins og lieyra megi á- reynslustunurnar i gegnuni hinn dýra hátt. Mætti með miklum rétli kalla þau skáld, sem mjög erú dýr- kvæð, en fatast flugið, börn klung- ursins, því að stirt rím, jafnvel þótl gallalausl eða gallalitið sé frá hrag- fræðilegu sjónarmiði, er eitthvert ömurlegasta klungur, sem til er. Orðljótir menn myndu tala um rím- þursa í því sambandi. Versti galli á rími er einmitt stirðleiki eða stirfni. Menn geta að sjálfsögðu skemmt sér við að smíða orð og raða þeim saman eftir vissum reglum, en það út af fvrir sig er ekki skáldskapur. Hætt er og við, eins og dæmin sanna, að menn, er legg'ja höfuðáherzlu á dýrt rím, verði tilgerðarlegir i ljóðum sjnura,. ejj. tilgerð. öll ej-. háskaleg..

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.