Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN sannri list og er ekki skemmtilegri í bókmenntum en í daglegu lífi manna. Svo fjarri fer því, að „rím- læpurnar" þurfi að vera einhverjar flatneskjur, að þær gnæfa stundum eins og fjöll yfir hið rímaða mál. Ég hefi ekki mikla trú á því, að þeir, sem koma ekki auga á skáldskap þann, sem getur stundum verið i órimuðu máli og eru ónæmir fyrir Ijóðúð, nema hún sé bundin i rími, séu í raun og sannleika mikil skáld. En hvað, sem því liður, er það furðu- legt, að menn skuli ekki mega leit- ast við að lýsa hugsunum sínum og tilfinningum í óbundnu má'i og gera þó tilkall til, að meðferð þess sé bundin við Ijóð (sé Ijcðræn), án þess að verða fyrir áreitni og aurslettum, ef beir kjósa að spara sér á þann hátt þann tima og erfiði, sem rímið heimt- ar. Það er undarlegt, hve ríka til- hneigingu sumir menn virðast hafa til þess á sviði listanna, engu síður en t. d. innan trúarbragðanna, að ein- oka („monopolisera") sinn eiginn smekk og sannfæringu. Slíka menn skortir þá mýkt hugarfarsins, sem nauðsynleg er til þess að halda sáf ungum og lifandi — og opnum fyrir nýjungum. Venjulega eru þeir ákaf- lega ánægðir með sjálfa sig og har'a borginmannlegir. Og þeir um það. En sköpunarþörf mannsandans mun á hverjum tima leita sér þeirra viðfangsefna og forma, sem hehni henta bezt, og hvorki spyrja Pétur né Pál um leyfi. Flestir af skuggunum í lífinu or- sakast af því, að við vörnum sjálf sóJinni að skína á okkur. — Emerson. HANS KLAUFI: r Ur dagbók Högna Jónmundar Fimmtudaginn, 11. nóvember 194-1. T—\AÐ ER versta veður. I nótt hef- 4- ur fa!Iið löluverður sn-'ór, og i morgun féllu á mig tveir aldraðir, ónærgætnir víxlar. Hvort tveggja er mjög baga'egt. I dag er ég limbrað- ur, og samvizka min'er í brjóstum- kennanlegu ásigkomulagi. Ég vildi gjarnan gefa helnr.ng ævi minnar eða nánara tiltekið þann tíma, sem ég hef búið með henni Karólínu, fyrir að vita, hvar ég ól manninn í gærkvö'di. Um athafnir minar er víst bezt að vita sem al'ra minnst. Þetla minnis!e\si væri ekki svo bö'.v- að, ef það væri ekki vegna hennar Karólínu. Hún þ'áist af óseðjanlegri forvitni og hefur svo fornar hug- myndir um hjónaböndin. Þegar ég kem heim til miðdegisverðar, verð ég þess fljótlega var, að óveður mikið er í aðsigi. Ég á það til, undir viss- um kringumstæðum, að færa Karó- línu fáein blóm, og það geri ég að þessu sinni. Ég rétti henni blómin, en hún tekur ekki við þeim, heldur snýr hreinlega upp á sig. Þetta særir hrellda sál mína, og ég kasta saklaus- um blómunum fram i miðstöð. Bíómin voru frá Blóm og ávextir og kostuðu þrjár og niutíu, en þið tjáir ekki að fást um slikt BorðhaM- ið er þögult og þrungið geigvæn- legum fyrirboðum. Saltfiskurinn ber

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.