Samtíðin - 01.02.1943, Page 23

Samtíðin - 01.02.1943, Page 23
SAMTÍÐIN 19 nafnið með rentu, og stöngulsjúk- ar kartöflurnar eru líkastar blautri uppkveikju. Grauturinn er sangur og samsullsnijólkin súr að vanda. Að lokinni máltíð þakka ég kurteislegá fyrir matinn og sezt í hægindastól- inn, sem hann Nílli sá’ugi, föður- bróðir minn, arfieiddi mig að. Ég er fljótur að risa á fætur, þvi að það er auðfundið, að Karólína hefur gleymt stoppunál í setunni. Stund- um finnast mér stoppunálar óþarf- lega langar. Stæði öðruvísi á, myndi ég taka óþvrmilega í lurginn á Karó- linu, en eins og sakir standa, tel ég hyggilegast að aðliafast ekkert ann- að en draga nálina afar varlega út. Svo sezt ég á örvasa divangarminn og lít í Moggann. Karólína sezt í stoppunálarlausnan hægindastól Nilla sáluga, hrifsar af mér blaðið og hvessir á mig skiðlogandi glyrn- urnar. Það leikur nístingskalt g’ott um næfurþunnar varir hennar, og hún minnir mig ónotalega á hrönd- ótlan fresskött, sem leikur sér misk- unnarlaust að hráð sinni. Hún rýfur hina löngu þögn, og það leynir sér ekki, að mikið er konunni niðri fyrir: „Þú komst seinl lieim í nótt“, livæs- ir hún út úr sér milli gervitannanna. Ég svara með eins þýðingarlitlu jái og frekast er unnt. Ég finn rann- sakandi augnaráð hennar hvíla á mér, og ég veit, að ég fölna eins og fegursta rós á hrímguðum haust- degi. Mér er órótt innan hrjósts. Hún nýtur sálarangistar minnar í rikum mæli. Svo kemur hin örlaga- þrungna spurning: „Hvar varstu í gærkvöldi?“ „Ég ?“ spyr ég ákaflega blátt áfram, G e f i ð bömum vðar hina dásamlegu bók: eftir Se’mu Lagerlöf VÉLSMÍÐI ELDSMÍEI MÁLMSTEYPA SKIPA- OG VÉLAVIÐGERÐIR

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.