Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 29
SAMTÍÐIN 25 áunnið sér feiknavinsældir á borð við hinar vinsælustu fornsögur vor- ar. En mjög skortir á það, að hinar eldri útgáfur af sögum J. Th. séu viðunandi, miðað við þær kröfur, sem skylt er að gera til slíks, og er það fyrst með þessari útgáfu, að ís- lenzka þjóðin eignast verulega við- unandi heildarútgáfu þessara ágætu verka. Það hefur ekki verið vandalaust að fjalla um þessa útgáfu, einkum að þvi, er tekur til Manns og konu, sem var ófullgerð, er höf. andaðist. Var sagan fyrst gefin úl i Kaup- mannahöfn 8 árum eftir lát J. Th. með mjög hæpnum viðaukum og breytingum. Þessi fingraför hefur Stgr. J. Þorsteinsson nú eftir beztu getu máð af verki Jóns, m. a. frá því sjónarmiði, að þjóðin eigi heimt- ingu á að eiga og varðveita rit hans eins og hann gekk frá þeim eða dó frá þeim. Jón Thoroddsen er faðir nútíma- skáldsagna með þjóð vorri. Það er því þjóðmetnaðarmál, að verk hans séu vandlega útgefin i aðgengilegri heild, þannig að ekki þurfi þar um að bæta. Svo vel vill til, að þessi útgáfa berst þjóðinni, er hún hef- ur óvenju mikla peninga handa á milli. Ættu menn sannarlega að grípa tækifærið og eignast þetta merka verk, áður en peningarnir eru horfnir gegnum greipar þeirra. S AMTÍÐIN flytur íslendingum úrvals- greinar úr frægustu erlendum tímaritum, sem þjóðin mundi ella fara á mis við. Áskriftum veitt móttaka í síma 2526. Önnumst húsa- og skiparaflagnir, setjum upp vindrafstöðvar fyrir sveitabæi og útvegum allt efni til þeirra. Sjáum um teikningar af stærri og smærri rafveitum. <?-»**ií ^Jvt.^-Mtii*^«cl.Jl^t*» ¦ AFT*UJAVBn»t-lS *. VINNl.STOI'A S.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.