Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.02.1943, Blaðsíða 31
SAMTlÐIN 27 Skopsögur Úr syrpu Hans klaufa. Tveir særðir flugmenn, annar brezkur, en hinn þýzkur, lágu á sömu stofu í sjúkrahúsi. Dag einn spurði sá þýzki þann brezka, hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hend- ur, er stríðinu lyki. Sá aðspurð; svaraði: — Iðka íþróttir, golf, knalt- spyrnu, tennis. En þú — hvað ætl- ar þú að gera? — Iðka íþróttir, svaraði sá þýzki. — Ég ætla að fara á reiðhjóli kring- um Stór-Þýzkaland. — Einmitt, sagði sá enski, en hvað ætlarðu þá að gera síðdegis? Ónafngreindur bóndi, sem þekkt- ur er fyrir öfgafullar frásagnir, sagði eitt sinn frá því, að hann hefði vaðið Langá að vorlagi, og hefði jakaburður verið svo mikill í ánni, að hann hefði hvað eftir annað orð- ið að beygja sig undir jakana. Einn áheyrandi hans spurði, hvort hon- um hefði ekki verið óskaplega kalt. — Nei, blessaður vertu, svaraði bóndi, — ég var kófsveittur allan tímann. Sami bóndi sagði eftirfarandi sögu: — Eitt sinn, er ég lá á greni, rann í brjóstið á mér, og dreymdi mig þá, að sex endur flygju yfir mig. Ég þreif byssu mína og skaut. Þegar ég vaknaði, lágu þrjár stein- dauðar stokkendur rétt hjá mér. Skömmu eftir að hinn nafnkunni nazisti, Rudolf Hess, flaug til Eng- Bækur Pappír Ritföng BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR eru beztu íiskiDaiavé.arnar. — Traustar. Endingargóðar. Snún- ingshraði 325—403 á mínútu. Fyrstu vélarnar eru að koma til Iandsins. Allar upplýsingar gef- ur Bjarni Pálsson, vélstjóri. — r Arnason, Pálsson & Go h.f Lækjargötu 10 B, Reykjavík. Sími 5535.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.