Samtíðin - 01.04.1943, Síða 7

Samtíðin - 01.04.1943, Síða 7
SAMTÍÐIN Apríl 1943 Nr. 91 10. árg., 3. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. ÚAFT HEFUR verið um það rætt og rit- að, að við íslendingar værum fluggáf- uð og listelsk þjóð, er stæðum að minnsta kosti í bókmenntalegu tilliti á mjög háu menningarstigi. Stundum hefur meira að segja verið tekið svo djúpt í árinni að telja okkur skynbæra á ýmsar fleiri teg- undir lista en orðsins list. Ég er dálítið smeykur um, að þetta mat þurfi að end- urskoðast allrækilega. Hvaðan það stafar upphaflega, veit sjálfsagt enginn með vissu. Vera má, að það sé að nokkru leyti runn- ið frá skrumkenndum lýsingum útlend- inga, sem lagt hafa leið sína hingað til þess að kynnast landi okkar og þjóð, þefað hafa af fornbókmenntum okkar og veitt því jafnframt athygli, hvílík óhemja er árlega gefin hér út af prentmáli mið- að við fólksfjölda. Um fornsögur okkar er það að segja, að þær eru afrek snillinga löngu horfinnar aldar og eiga næsta lítið skylt við menningarstig 20. aldarinnar hér á landi. Um flóð prentaðs máls nú á dögum er það hins vegar að segja í sambandi við bókmenning okkar, að magn pólitískra blaða, reyfara o. s. frv. er eng- inn mælikvarði á ást okkar eða skilning á bókmenntum. Islendingar eru langsvelt og langkúguð þjóð, sem nýlega hefur öðlazt það frelsi og þar með það lífsviðhorf, sem hverri þjóð er nauðsynlegt til þess, að hún fái vaknað til farsællegrar meðvitundar um þá getu, sem í henni býr. Okkur hefur auðnazt að viðhalda tungunni furðu lítið hreyttri frá upphafi fslandsbyggðar. Og að undanförnu hefur verið reynt til að kenna skólanemendum landsins talsvert örðuga stafsetningu ritmáls okkar. En slíkt er vitanlega ekki nema eitt atriði af mörgum, sem veita þarf hverjum fs- lendingi trausta tilsögn í. Eftir er alger- lega, að heita má, að vekja þjóðina til skilnings á ýmiss konar gildi bókmennta og ýmissa annarra listargreina, opna augu almennings fyrir listrænum viðhorfum, listtækni, mismunandi stíltegundum o. s. frv. En nálega allt slíkt er öllum þorra þjóðarinnar enn þá hulinn leyndardómur. Það er venjulega viðkvæðið, þegar minnzt er á kjör íslenzkra listamanna, að höfuð- böl þeirra sé fátækt og smæð þjóðarinn- ar. Þetta styðst við rök. En ætli hitt sé þó ekki enn þá ömurlegra frá sjánarmiði listamannanna sjálfra., hve mjög skortir á, að hér sé fyrir hendi næilega almenn- ur skilningur á verkum þeirra. Ætli það sé fjarri sanni, að í réttlátu mati á bók- menntalegum snilldarverkum sé megin- hluti íslendinga ámóta illa dómbær og lyktlaus maður um angan blóma. Þegar menn biðja um bækur að láni, verða fræði- rit eða reyfarar langoftast fyrir valinu. Fræðiritin les fólk beinlínis sér til þekk- ingarauka, og er slíkt góðra gjalda vert. En reyfarana háma menn í sig með óhugn- p.nlegri áfergju, sem á frekar skylt við kappát en sálbetrandi samfélag við sanna list, enda er tæpast um hana að ræða í þess háttar bókum. Það verður tafarlaust að hefja hér almenna fræðslu um nútíma- ritskýringu og mat á nokkrum helztu greinum listar. Má telja það alveg furðu- lega vanrækslu, að slík fræðsla skuli ekki hafa verið tekin upp fyrir löngu í fram- haldsskólum landsins, en betra er seint en aldrei. Hitt munu margir mæla, að hér sé um nauðsynlegt nýmæli að ræða. * Fjöldi mjög athyglisverðra greina og snjallar sögur bíða næstu hefta. Gerið Samtíðina að tímariti allra íslenzkra heim- ila. Útbreiðið hana meðal vina yðar og sendið oss bráðlega marga nýja áskrif- endur.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.