Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN Meindýrin eru orðin landplága Viðtal við AÐALSTEIN JÓHANNSSON AÖalsteinn Jóhannsson X HIÐ 1914, skönimu áður en heimsstyrjöldin fyrri skall á, fór ungur Seyðfirðingur, Aðalsteinn Jóhannsson að nafni, vestur um liaf. Hann fór fyrst til Winnipeg og vann þar ýmsa algenga vinnu, en starfaði siðan uni þriggja ára skeið við land- húnaðarvinnu vestur í Saskatsche- wan-fylki. Árið 1920 gerðist Aðal - steinn starfsmaður hjá Jóhannesi Jósefssyni íþróttakappa og tók þátt i sýningum lians víðsvegar um Banda- ríkin og Kanada, en einnig í Berlin og París á árunum 1920—’27. Að jivi loltnu hvarf hann heim til ís- lands, og undanfarin ár hefur hann unnið að því að útrýma ýmiss konar meindýrum hér á landi og er nú orð- inn þjóðkunnur maður fyrir það starf sitt. Samtíðin hitti Aðalstein að máli fyrir nokkrum dögum og hað liann að skýra lesendum sínum frá lierför hans gegn meindýrunum. Varð liann fúslega við þeim tilmælum. — Hvar lærðuð þér slarf yðar? IJjá mági mínum, Tryggva Að- alsteinssyni, sem er kunnur mein- dýraeyðir vestur í Minneapolis. 1 Bandaríkjunum er mesti urmull af alls konar skaðsemdardýrum, og má í því samhandi nefna, að sérfræðing- ar lelja, að ekki séu færri en um 250 þúsund skordýrategundir í heim- inum. Vitanlega er margt þessara dýra óskaðlegt, en ýmsar tegundir þeirra vinna þó gífurlegt tjón. Vestur í Bandarikjum vinnur fjölmenn stétl manna það eilt starf, að útrýma skað- legum dýrum, og i liveri einustu stór- horg þar eru margir meindýraeyðaf að verki. , — Hver eru helztu meindýrin, sem þér fáiz,t við að útrýma hér á landi ? — Þar til vil ég fyrst nefna rottui og mýs, en einnig mölflugur, veggja- lýs, kakalaka, flær og ýrnsar pöddur, sem að vísu eru óskaðlegar, en liins vegar það livimleiðar, að fólk vil! fyrir hvern mun losna við þær lu hihýlum sínum. Af þessum dýrum eru rottur lang óvinsælastar. Þær eru nú orðnai landplága í flestum kaupstöðum, kauptúnum og sveitum landsins, og á seinustu árum hefur þeim fjölgað gífurlega. Með hættum samgöngum hafa þær horizt út um allar sveitir landsins. — Er rottan húin að leggja undir sig öll hvggðarlög landsins? — Nei, eftir því, sem ég hef komizt

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.