Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN næst, er engin rotta á Akranesi, i Stykkishólmi né á Húsavik. Um sveitirnar er mér ekki jafnkunnugt — Hvað viljið þér segja um starf yðar? — Ég byrjaði nieindýraeyðingar- starf mitt á Seyðisfirði árið 1933, að tilhlulun bæjarstjórnarinnar þar. Seinna gerði ég Neskaupstað, Reyð- arfjarðarkauptúni og Akureyrarbæ sömu skil. En síðan 1936 hef ég ver- ið búsettur i Reykjavík og eingöngu unnið að eyðingu meindýra fyrir ein- staka menn og fyrirtæki i .höfuð- staðnum, en auk þess hef ég verið fenginn til að útrýma rottum i Flatey á Breiðafirði, á Patreksfirði, ísafirði og Siglufirði. Upp á síðkastið hef ég að tilhlutun bæjarstjórnar Reykja víkur unnið að útrýmingu á rottum hér í bænum. — Hvernig útrýmið þér meindýr- unum? — Fljótvirkasta aðferðin til þess er nolkun eiturs. Ég nota ýmsar eitur- tegundir gegn rottum og músum, en eins og sakir standa er örðugt að fá sumar þeirra. í sveitum. verður að gæta þess vandlega að nota þær eitur- tegundir, sem eru óskaðlegar öðruni dýrum en meindýrunum. En þær eilurtegundir, sem hafa reynzt mér langfljótvirkastar og öruggastar gegn rottuplágunni, eru bæði hættu- legar mönnum og öðrum dýrum. Alls hefi ég notað 6—8 tegundir. — Hvernig eitrið þér fyrir mein- dýrin ? — Eitrið, sem notað er, er ýmisl vökvi eða duft. Því er blandað sani- an við fæðutegundir. Til dæmis ev hveitibrauð, vætt i eiturvökva, oft notað til útrýmingar rottum, en einn- ig má nota saxað kjöt, fisk og ýmiss konar mjöl, sem eiturdufti er bland- að saman við. Skordýrum og rotlum má eyða með því að bræla hús með eiturgasi, en þá aðferð nota ég ekki. Ég eyði skordýrum með þvi að sprauta bækistöðvar þeirra með efni, sem ég kalla skordýravökva, og er hann mestmegnis úr ýmsum olíuteg- undum. — Margir hafa trú á, að rottan deyi, þegar hún skynjar návist yðar? Aðalsteinn brosir og segir siðan: — Mér hefur tekizt að gereyða litlu, svörtu rottunum úr mörgum húsum, eftir að heimilismenn voru búnir að gera til þess margar árangurslausar tilraunir. Til þess notaði ég fyrii stríð eiturvökva, sem ég bjó þá til. Sá vökvi var baneitraður og að þvi leyti liættulegur, að af honum var livorki lykt né sérstakt bragð. Þegar honum var blandað saman við fæðu- tegundir, sem rottan sótti í, varð hann henni undantekningarlaust að fjörtjóni. En nú er aðalefnið, sem ég notaði í þennan vökva, ófáanlegt i bili. Um rottupláguna i Reykjavík seg- ir Aðalsteinn þetta að lokum: — Þar eru heil hverfi, sem nálega engin rotta er i, af því að hún hefur þar engin lífsskilyrði. En í gömlu bæjarhlutunum og sorphaugunum er hins vegar mikið af rottum. Þegar gömlu húsin hverfa og nýtízku stein- hús verða reist i þeirra stað, mun rottuplágunni linna á þeim slóðum af þeirri einföldu ástæðu, að rotturn- ar hafa þar engin lífsskilyrði. En hitl er jafnvíst, að engum manni mim

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.