Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN takast í náinni framtíð að gereyða allri rottu hér á landi. Eins og nú standa sakir vildi ég biðja Samtíðina að flytja öllum sínum mörgu lesend- um þetta ráð: Aukið hreinlætið í land- inu sem mest á öllum sviðum, með því minnkið þið lífsskilyrði meindýr- anna að miklum mun og stuðlað þai með rækilega að eyðingu þeirra. JORGEN FRA HÚSUM: HEIM Hvar, sem ég fer um fold, Fljótsdalinn kýs ég mér. Sólvermd hin svarta mold sumarsins skrautið ber. Þar leit ég bláust blóm, bjartasta liljuskraut, þar á ég helgidóm hverri í skógarlaut. BREZKT HERSKIP hafði sökkl þýzkum kafbáti og lekið skips- höfnina til fanga. Skipherra herskips- ins áminnti sldpshöfn sína um að veita kafbátsmönnum alla nauðsyn- lega hjúkrun og sýna þeim fulla kurteisi. Fyrsta dvalardag Þjóðverj- anna um borð í herskipinu gekk allt vel, en næsta dag var einn sjóliðanna kærður fyrir skipherranum og gefið það að sök, að hann hefði slegið einn kafbátsmanna. Kallaði skipherra sökudólginn fyrir sig og spurði, hvorl honum hefði ekki verið kunnugt um fyrirskipanir sínar. — Jú, svaraði sjóliðinn. Ég gerði þeim heldur ekkert mein, þó að þeir kölluðu Churchill asna, bölvuðu Eng- landi niður fyrir allar hellur og segðu, að allir Englendingar væru barna- morðingjar og brennuvargar, en þeg- ar þessir dónar fóru að spýta í sjóinn okkar, þá stóðst ég ekki mátið, en gaf honum einn. liúinl. 200 greinar flytur Samtíð- in yður árlega, auk 10 smásagna, skopsagna o. fl. fyrir aðeins 10 kr. Sólmögnuð blómin blá blika um heiðarlönd; brumfögur björkin há breiðist um Lagar-strönd. Fyllir mig ferskum þrótt fjörefni úthagans. Á sér þar orkugnótt æska vórs fagra lands. Vel skýla veðrum fjöll vaknandi Fljótsdals-grund; blikar á fossaföll fagra um morgunstund. Guð verndi bóndans bæ, blessi hans sifjalið. Vaxi á vorin fræ, verðmæti heimilið! Heillaður heim frá sæ horfi' ég í vesturátt. Lognstafar lítinn bæ Lagarfljót jökulblátt. Enn er hér allt sem fyrr: angan frá björk og reyr. I dýrðinni' ég drottin spyr: Dásemd hvar finnist meir'. Þeir, sem nota „yMiíb"scLpima einu sinni, nota hana aftur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.