Samtíðin - 01.04.1943, Síða 11

Samtíðin - 01.04.1943, Síða 11
SAMTÍÐIN 7 HARALDUR Á. SIGURÐSSON: FRÁ LEIKSVIÐINU 2. Þegar ég lék fyrsta hlutverk mitt Á ÐUR EN ég gef Haraldi Á. Sigurðs- syni orðið, langar mig til að óska hon- um til hamingju með nýafstaðið 20 ára leikaraafmælið og þakka honum jafnframt fyrir þann aldarfjórðung, sem liðinn er, síðan við kynntumst fyrst á knattspyrnu- æfingu hjá K.R. úti á gamla iþróttavell- inum á Melunum. Þá var Haraldur fræg- ur markmaður, tágrannur með enska húfu og allt annað en árennilegur (í markinu). Okkar fyrstu kynni hófust þannig, að ég stóð örskammt frá markinu og sneri baki að því. Allt í einu kvað við snöggur hvellur. Markmaðurinn hafði sparkað boltanum af alefli, og „skotið" hitti mig, saklausan sveitapiltinn, mjög svo eftir- minnilega, þvi að ég flutli kerlingar á- fram. Ég gleymi aldrei svipnum á mark- manninum, þegar ég leit við og spurði, hvern fj.... það ætti að þýða, að leika samherja sinn svona grátt. Sá svipur rúmaði meiri glettni en ég hafði áður kynnzt á lífsleiðinni í einum „skainmti“. Barnaby í Flóninu eftir Pollock Næst man ég eftir Haraldi í revyun- um, sem komu Reykvíkingum i sólskins- skap i haust- og vetrarrigningunum á þriðja tug aldarinnar. Eina þeirra sá ég með sænskum sendikennara, er þá dvald- ist hér nokkrar vikur. Sá maður hafði vel vit á leiklist, og ég man, að hann sagði oft, meðan á sýningunni stóð: „Hann Haraldur er leikari af guðs náð.“ Þetta vita nú flestir íslendingar. En svo hirt- ist sumarið 1935 ný hlið á þessum óska- syni Reykjavíkur, knattspyrnuhetjunni og gamanleikaranum. Þá var ég nýtekinn við ritstjórn Samtiðarinnar. Þetta var á laug- ardegi. Allt í einu hringir siminn. Það er Haraldur Á. Sigurðsson, hálfvandræða- legur i tóninum og segist vera að hugsa um að biðja mig fyrir sögu eftir sig í tímaritið. „Þú endursendir hana bara, góði, ef þér finnst hún einskisvirði,“ sagði hann um leið og hann kvaddi, „en ef þú tekur hana, skaltu birta hana undir dul- nefninu Hans klaufi.“ Klukkutíma seinna las ég sögu Hans klaufa: Eftir andlátið, sem birtist skönmui seinna hér í ritinu. Síðan hefur Samtíð- in haft einkarétt á smásögum þessa höf- undar. í dálkum hennar hafa þær fyrst „séð dagsins ljós“ og borizt til þúsunda lesenda um gervallt ísland. í þeim hefur Þorlákur þreytti

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.