Samtíðin - 01.04.1943, Side 12

Samtíðin - 01.04.1943, Side 12
8 SAMTÍÐIN kveðið við allt annan tón en hjá leik- aranum Haraldi Á. Sigurðssyni, þegar hann hefur komið mönnum til að gráta af hlátri niðri í gamla Iðnó eða á leik- sviðum suður í Plafnarfirði, Keflavík, Grindavík, austur á Flúðum, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Veslmannaeyjum, uppi á Akranesi, í Borgarnesi, vestur á ísafirði, í Bolungarvík, norður á Blönduósi, Akur- eyri, Húsavík o. s. frv. Haraldur. Viltu fyrirgefa okkur íslend- ingum, sem oft höldum, að allt „gott og fagurt og inndælt" sé meðfælt, að við skulum ímynda okkur, að þú hafir ekkert fyrir þvi að fá okkur til að gleyma stað og stund í leikhúsinu. Villu fyrirgefa for- ráðamönnum íslenzku þjóðarinnar, að þeim skuli flestum fulllengi hafa gleymzt, að hér væri til leikendur, leiklist og leik- húsgestir, sem ætti rétt á því að eignast viðunandi leikhús i höfuðstað ríkisins. Mér er sem ég sjái þig á þessu tvítugs- afmæli þínu ganga framhjá þjóðleikhús- inu ásamt fjárhagsnefndum, fjárveitinga- nefndum o. s. frv., og segja með sama brosinu og á íþróttavellinum forðum: „Allt í lagi, piltar, dragið þið bara að fullgera leikhúsið í svo sem 200 ár enn!“ En Samtiðin skal ekki draga lengur að segja frá því, þegar þú komst fyrst fram á leiksvið fyrir 20 árum, og nú gefur hún þér sjálfum orðið, um leið og hún óskar ykkur Hans klaufa mikillar frægðar og frama á næstu 20 árum, hvorum á sín- um vettvangi. Iværi herra ritstjóri. Eftirfarandi svar leyfi ég mér að senda við spurningu þinni: — Hvernig var þér innan brjósts, er þú komst á leiksvið í fyrsta sinn. Þó að nú séu liðin rétt 20 ár, síð- an ég steig á leiksvið í fyrsta sinn, þá er mér sú stund ætíð í fersku minni. Það var í spéleiknum „Spanskar nætur“, og var frumsýn- ing hans 12. jan. 1923. Já, tíminn líð- ur. Höfundar leiksins voru þeir Páll Skúlason, ritstjóri Spegilsins, Morl- en Ottesen bankafulltrúi og Magnús Jochumsson póstfulltrúi. Leikur þessi var leikinn hér i Reykjavík i tuttugu og sex kvöld, ávallt við prýðilega aðsókn og fékk hinar beztu viðtökur hjá áhorfendum. Ég lék þar ungan stúdent — Jón Ó. — hlankan (eins og altítt var um stú- denta í þá daga, því að þá var ekk- ert stríð), ástgjarnan og' skáldmælt- an. (Það voru allir stúdentar skáld- mæltir um þær mundir, svo að mað- ur tali nú ekki um ástina). Hinn stúdentinn, Ó, Jón, lék vinur minn, J'ryggvi Magnússon, og var það auð- séð, að liann skildi hlutverk silt lil lditar, því að i gervi sínu liktist hann mjög Guðnmndi skáldi Haga- iín. Trj'ggvi lék hlutverk sitt prýði- lega og gekk í augu áhorfenda, eins og Ijæði fyrr og síðar. Ég var afar ragur við þetta allt saman, en vin- ur Tryggvi reyndi að lala kjark í mig og stappa í mig stálinu, enda í „Ilúrra krakki". J

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.