Samtíðin - 01.04.1943, Page 14

Samtíðin - 01.04.1943, Page 14
10 SAMTlÐIN í „Húrra krakki“ (ásamt Sigrúnu Magnús- dóttur). mér. Hvíslarinn, já vel á minnzt. Það var haHn Púlli. Hann er sá skemmtilegasti hvíslari, er ég hef nokkurn tíma kynnzt. Ef maður spurði hann, hvort maður færi rétt með setningarnar sinar, þá svaraði hann ávallt: „Ætl’ ekki það,“ og það án þess að hafa fyrir því að iíta í handritið. .íá, hann var sval- ur, drengurinn sá. Ég gerði mér mikið far um að gera greinarmun á i og e, en það fór fyrir mér eins og Sveini dúfu, að „hér fór allt i graut“. Þrátt fyrir það hélt ég ó- trauður áfram, og aðstandendur leikritsins sýndu mér þá óverðskuld- uðu miskunnsemi, að ýta mér ekki út af minni nýbyrjuðu listamanns- hraut. (Ég verð að biðja þig af- sökunar á því, hr. ritstjóri, að ég skuli gerast svo djarfur, að nota jafn háfleygt orð og „list“ i þessu samhandi, en vil um leið taka það fram, að ég veit það vel, að slíkt orð ætti aldrei að nota í sambandi við það, sem varpað gæti ofurlítilli Ijósglætu inn í ömurlega tilveru mannanna harna, heldur á jiað ein- göngu við, þar sem gerðar eru (því miður oft og tíðum mjög spaugileg- ar) tilraunir til þess að kreista úl fáeina Iílra af brimsöltum tárum og kæfa allar gleðikenndir. Fyrir- gefðu mér útúrdúrinn). Þegar leið á æfingarnar, og frumsýningin fór að nálgast, tók hugur minn að heinast að dálitlu, sem ég hafði eiginlega aldrei gefið mér tíma til þess að hugsa um fyrr, og það voru áliorf- endurnir. Við höfðum æft fyrir hinum mannlausu, gömlu hekkjum í Iðnó, (ég bið einnig afsökunar á því, að ég skuli minna á þau kvala- tæki), en nú áttu þeir að fyllast aí vandlátum, kröfuhörðum áhorfend- um. Áhorfendum, sem áttu að horfa á okkur, hlusta á okkur — og dæma okkur. í fyrstu voru áhorfendurnir í liuga mér aðeins sem fjarlægar, þokukenndar verur, en er nær leið frumsýningunni, tóku þær á sig fastara form og íklæddust lioldi og

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.