Samtíðin - 01.04.1943, Síða 18

Samtíðin - 01.04.1943, Síða 18
14 SAMTÍÐIN sloppið úr fyrir tveim dögiim, og þangað langaði mig satt að segja af ýmsum ástæðum ekki aftur. Ókunni maðurinn fór sér að engu óðslega. Hann þokaði sér liægt og rólega inn eftir ganginum, og hafði eldinn sýnilega fyrir leiðarmerki. Þegar hann kom inn í herhergið, virtist hann ekki veita mér neina atliygli, þar sem ég lá í hnipri úti í horni, en gekk rakleitt að ofnin- um og tók að orna sér á liöndun- um. Hann var allur rennvotur, vot- ari en ég liefði getað ímyndað mér, að nokkur maður gæti orðið, jafn- vel á slíkri rigningarnóttu, og föt lians voru gömul og snjáð. Vatnið lak úr þeim ofan á gólfið. Hann var herhöfðaður, og strítl hárið fyr- ir ofan gagnaugun á honum var svo volt, að það seitluðu dropár úr því ofan í glæðurnar. Mér flaug undir eins í liug, að hann væri ekki frjáls ferða sinna, heldur væri líkt á komið með okk- ur báðum, og að þetta væri stiga- maður. Þess vegna ávarpaði ég hann í kveðjuskyni, og óðara en varði, voruni við farnir að tala saman. Ilann kvartaði sáran undan væt- unni og laut yfir eldinn. Tennurn- ar glömruðu i munni Iians, og liann var náfölur. — Nei, sagði ég — þetta er alls ekki slæmt ferðaveður. En mig furð- ar á þvi, hve fáir koma hingað, þvi þetta er allra vistlegasti skáli. Úti hvein i visnuðum hlómum, og illgresið hærðist í slagviðrinu. — Sú var tíðin — anzaði hann, — að þetta var vistlegasta húsið liérna í sveitinni, og garðurinn hérna var i góðri rækt. Þetta var mjög snoturt hús. En nú vill eng- inn húa hér, og varla nokkrir flakk- arar fást heldur til að hafa liér viðdvöl. Þarna var ekkert rusl, hvorki fatadruslur, tómar niðursuðudósir né matarúrgangur, eins og alls stað- ar sést, þar senr margir betlarar koma. — Hvernig stendur á þessu? spurði ég. Hann varp öndinni mæðilega, áð- ur en hann svaraði þessari spurn- ingu. — Draugagangur, sagði hann, - draugagangur. Hann, sem bjó hérna. Það er ákaflega dapurleg saga, og ég ætla ekki að segja yður liana. En hún hófst á því, að liann drekkli sér hérna niðri í myllutjörninni. Hann var allur slýjugur og á floti, þegar þeir drógu liann upp úr tjörn- inni. Sumir hafa séð hann síðan á floti í tjörninni, og einnig hefur liann sést á ferli hjá barnaskólan- um, þar sem hann hefur verið að híða eftir hörnunum sínum. Hann virðist hafa verið búinn að gleyma því, að þau eru öll dauð líka, og þess vegna var það nú, sem hann drekkti sér. Sumir segja, að hann sé á ferli liérna um kofann, rétl eins og þegar hörnin hans lágu í hól- unni og gátu ekki sofnað, nema þau lieyrðu fótatakið hans fyrir utan dyrnar lijá sér. Hann drekkti sér niðri í myllutjörninni, það gerði hann, og nú gengur hann aftur. Ókunni maðurinn andvarpaði á ný, og ég heyrði, að vatnið slattaði

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.