Samtíðin - 01.04.1943, Page 19

Samtíðin - 01.04.1943, Page 19
SAMTÍÐIN 15 í stigvélunum hans, þegar hann hreyfði sig. En það dugar ekki fyrir menn eins og okkur að vera hjátrúarfull- ir, sagði ég'. — Ekki veit ég, hvernig færi fyrir okkur, ef við tryðum á drauga, eins og við erum nú oft al- einir úti á vegunum á koldimmum óveðursnóttum. — Nei, sagði hann, -— nei, það dygði ekki. Aldrei trúði ég á drauga. Ég fór að hlæja. — Ekki ég heldur, sagði ég. — Aldrei verð ég var við þá, hvort sem þeir eru til eða ekki. Hann leit aftur á mig með jafn- undarlegum mæðusvip og áður. — Nei, sagði liann. — Þér trúið ekki á drauga. Sumt fólk heldur, að þeir séu ekki til. En það er öm- urlegt fyrir ykkur, þessa vesalinga, að eiga ekki aura fyrir næturgist- ingu, svo að þið getið verið þar, sem ekki er reimt. — Það eru ekki draugarnir, held- ur l)annsett peningaleysið, sem heldur fvrir mér vöku, sagði ég. — Ef ekki væri þetta árans auraleysi og svo afskiptasemi mannfólksins, þá væri nú ekki vandi að fá næt- urgistingu nú á dögum. Enn þá streymdi vatnið úr föt- unum lians úl um allt gólfið. — En góði maður, kallaði ég, — gelið þér alls ekki þornað? — Þornað? anzaði hann og rak upp ldátur, sem liktist lióstahviðu. — Þornað? Ég þorna aldrei .... Ég og mínir líkar þornum aldrei, livort sem það er þurrkur eða rign- ing, vetur eða sumar. Sjáðu! Hann stakk leirugum höndunum upp að úlfliðum inn i eldinn, og augu lians urðu tryllingsleg og skutu gneistum. Þá var mér nú nóg hoðið, og ég þreif stígvélin mín og hljóp æpandi út i náttmyrkrið. OLDUM SAMAN litu menn þann- ig á, að kaffijurtin væri illgresi. En einn góðan veðurdag tók Tyrki einn eftir þvi, að geitur hans, sem átu kaffihaunir, urðu gáskafullar og sér í lagi kátar hver við aðra. Hann þurrkaði nú baunirnar og bjó til úr þeim drykk. Flestir Tyrkir eru Mú- hamedstrúarmenn og neyta þar af leiðandi ekki áfengis í neinni mynd, samkvæmt fyrirmælum Kóransins. En þessi Tyrki og vinir hans upp- götvuðu, að hinn nýi drykkur hressti þá, dró mjög úr þreytutilfinningu þeirra og hafði engar slæmar afleið- ingar. Síðan hreiddist kaffidrykkja smám saman út. (Úr timaritinu Pharmacal Advance). TF-\ EIR áskrifendur úti um land, sem enn eiga ógreitt árgjald sitt fyrir 1943 (10 krónur) eru beðnir að senda það sem allra fyrst í peningum eða póstávísun til þess að spara póstkröfukostnað. Reyk- víkingar. Greiðið Samtíðina í Bókabúð Austurbæjar á Laugaveg 34, hjá Finni Ein- arssyni, Austurstræti 1 eða hjá Jafet á Bræðraborgarstíg 29 og sparið yður þar með innheimtukostnað (2 kr.) og oss fyr- irhöfn. Sögu nýja segir fólk, sem að þjálfar andann. Bezt er að hafa blý í hólk og borga fyrir handan.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.