Samtíðin - 01.04.1943, Side 20

Samtíðin - 01.04.1943, Side 20
16 SAMTÍÐIN 25 ÁRA STARFSAFMÆLI ABRÆÐRABORGARSTÍG 16 í Reykja- vík stendur eitt af myndarlegustu og vinsælustu brauð- og kökugerðarhúsum höfuðstaðarins, eign Jóns Símonarsonar bakarameistara. í þessum mánuði eru lið- in rétt 25 ár, síðan Jón stofnsetti brauð- og kökugerðarhús í Reykjavík, og vill Samtíðin minnist þess, ckki sízt, þar sem hinn góðkunni eigandi stofnunarinnar verður sjálfur fimmtugur í næsta mánuði. Starfssaga Jóns Símonarsonar er í stuttu máli sem hér segir: Árið 1918 stofnsetti hann brauð- og kökugerðina Ágúst Jón & C o. í Þingholtsstræti 23, með þeim bræðrum Ágústi og Pétri Jóhannessonum og mági þeirra, Einari Halldórssyni, sem nú er látinn. Jón gekk þó úr þessu fyrir- tæki eftir rúmt ár og stofnaði þá hina góðkunnu kökugerð á Laugaveg 5. Með- eigandi hans var þar um eins árs skeið Júlíus M. Guðmundsson, en frá 1920—1928 rak Jón þessa starfsemi einn. Á árunum 1928—34 rak Óskar Thorberg Jónsson brauð- og kökugerð með Jóni á Lauga- veg 5, en eftir brunann þar árið 1930 reistu þeir félagar hið mikla brauð- og kökugerðarhús á Bræðraborgarstíg 16, sem Jón hefur rekið einn síðan 1934. Ég kynntist Jóni Símonarsyni fyrst árið 1918, er hann var nýkominn heim frá útlöndum að loknu tveggja ára framhalds- námi þar. Hann var þá svo sem ungum mönnum er títt stórhuga og ætlaði sér að vinna mikið og gott starf á sínu sviði. En hann var einnig hugsjónamaður á ýmsum öðrum sviðum. Nú vita það allir, sem til þekkja, að Jón hefur jafnan ver- ið starfi sínu trúr. í starfsemi hans hef- ur ávallt verið kappkostað að ryðja braut hvers kyns nýjungum, er til bóta hafa horft. Til dæmis má nefna, að árið 1940 lét Jón setja upp hjá sér stærsta rafmagns- bökunarofn, sem þá var til hér á landi. Saga þessa brauðgerðarhúss er því jafn- framt saga þeirra miklu framfara, sem orðið hafa á því sviði hér á landi uni aldarfjórðungsskeið. Það er gott að vita af mönnum eins og Jóni Símonarsyni í hverri starfsgrein, framsæknum og yfir- lætislausum sómamönnum, sem aldrei nægir minna en það bezta sér og við- skiptavinum sínum til handa. Samtíðin óskar honum til hamingju á þessum tíma- mótum. S. Sk.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.