Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 ANDRÉ MAUROIS: Listin að vinna Framh. Q TARF krefst aga. Margir kvarta ^ undan því, að lífið sé stutt, en eru þeir liinir sömu með fullu fjöri svo mikið sem átta klukkustundir á dag? Maður, sem tekur til starfa í dögun, livort heldur við skrifhorð sitt, í vinnustofu eða búð, getur leyst óhemjumikið dagsverk af liendi. Ihugið þá staðreynd, að rit- liöfundiir, sem aðeins skrifaði tvær hlaðsíður á dag, mundi við lok langrar ævi hafa ritað jafnmikið að vöxtunum og Balzac eða Voltaire, enda þótt nokkuð mundi liallast á um hókmenntagildið. En það er ekki nóg að sitja við skrifborðið. Menn verða áð hafa næði. Notagildi vinnunnar eykst um allan helming, ef menn verða ekki fyrir neinu ónæði við störf sín. Þetta sannast á ritliöfundinum, sem þarf tima til þess að glevma umheimin- um og beina athygli sinni að liug- sjónum sínum. Það sannast einnig á vélfræðingnum, sem er önnum kafinn við að leita að orsök vélar- hilunar, eða vefnaðarvörusalanum, sem hefur nóg að starfa við pantan- ir sínar. Losaralegt slarf ber jafn- an vott um truflanir. Það er þvi skylda starfsmannsins að losa sig við slæpingja .... Þeir taka ekki tillit til annarra og' hika ekki við að eyða síðustu mínútum þess manns, sem ekki bítur þá af sér. Þeir gera sér enga grein fyrir þvi, að ef hann fengi að njóta ein- verunnar, mundi hann ef til vill inna merkilegt starf af hendi. Slík- ir menn sjást ekki fyrir .... Tíma- þjófarnir vinna óheillaslarf sitt með lieimsóknum, síinahringingum og hréfaskriftum. Varast her að sýna þeim góðvild og þolinmæði. Það verður að meðhöndla þá með full- komnu miskunnarleysi. Vinátta við slika menn mundi ganga sjálfs- morði næst. Goethe hefur lálið viturlega orð falla um þelta mál. Hann segir: „Það er hráðnauðsynlegt að venja fólk af fyrirvaralausum lieimsókn- um. Það vill endilega fara að troða áhugamálum sínum upp á yður, og heimsóknir þess munu fylla liug yð- ar alls konar sjónarmiðum, gerólík- um þeim, sem þér liafið sjálfir. Eg hef ekki einu sinni tíma til að fram- kvæma öll mín eigin áhugamál, svo að í lagi sé.“....,Þér ætluð ekki að vera svona oft úti,“ segja tíma- þjófarnir, og síðan hæta þeir við: „Komið þér og horðið þér hjá mér miðdegisverð á morgun........“ Petain marskálkur segir frá því, að í síðustu heimsstyrjöld hafi hann verið vanur, er honum var hoðinn nýr liðsforingi til aðstoðar, að fara með hann upp í sveit, leggja fyrir liann liernaðarvandamál og stinga sjálfur upp á lausn þess. Ef liðs- foringinn féllst á þessa lausn og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.