Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN 19 likamlega vinnu, er þetta: Hvorl sem verk er einfalt eða margbrotið, má leysa það vel eða illa af liendi .... Starfsgleði getur verið það full- komin, að hún yfirgnæfi allt ann að. Þegar ég er að reyna að skapa mér hugmynd um paradís, sé ég ekki í anda stað, þar sem vængjaðar sál- ir gera lítið annað en syngja og leika á hörpur. Miklu fremur sé ég í anda skrifstofu, þar sem ég vinn um ald- ir alda að samningu afarmikilfeng- legrar skáldsögu, sem aldrei tekur enda, með meiri starfsorku og ná- kvæmni en ég' átti mér yfirleitt hér á jörðu. Paradís garðyrkjumanns- ins er garður, trésmiðsins vinnu stofa. Agætt dæmi um sambland líkam- legrar og andlegrar starfsemi er fólgið í störfum húsfreyjunnar, þeg- ar hún lætur sér annt um að full- nægja skyldum sínum. Ivona, sem stjórnar heimili sínu vel, er hvorl tveggja i senn, drottning þess og þegn. Það er hún, sem skapar manni sínum og börnum starfsskilyrði. Hún verndar þau gegn áhyggjum, fæðir þau og annast um þau. Hún er fjármálaráðherra heimilisins, og henni er það að þakka, ef útgjöld- in fara ekki fram úr tekjunum. Hún ræður fögrum listum á heimilinu og það er henni að þakka, ef húsið eða ibúðin hefur yndisþokka lil að bera. Hún er kennslumálaráðherra fjölskyldunnar, og það er henni að þakka, ef synirnir komast í skóla eða til æðstu mennta og dæturnar verða verklagnar og' kurteisar. Kona ætti að láta það vera sér ámóta mikið metnaðarmál, að gera 9 Eigið þér bina nýju bók: Vettvangur dagsins eftir Halldór Kiljan Laxness. Þelta er mikil bók, um 500 bls., og geymir allar greinar og ritgerð- ir skáldsins frá síðustu árum. Lesið bana og njótið bersögli og vopnfimi hins djarfa snillings. — VÉLSMÍÐI ELDSMfÐI MÁLMSTEYPA SKIPA- OG VÉLAVIÐGERÐIR

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.