Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 28
24 SAMTÍÐIN Raddir lesenda vorra y ESTFIRÐINGUR skrifar SamtíSinni 23. * febr. s.l.: .... „Við hér á bæ lesum Samtíðina alltaf með mikilli ánœgju. Hún er alger- lega einstæð í sinni 1 öð, fullkoniin til- breyting frá öðrum tímaritum Yður hef- lir, hr. ritstjóri, tekizt að skapa betra og fjölbreyttara tímait en cg hef áður þekkt. Þér birtið ekki einungis úrval úr beztu útlendum timaritum, heldur líka fjölda ágætisgreina eftir ísl. höfunda. Ég les mec mikilli ánægju feitletruðu leiðarana yðar á bls. 3 og furða mig oft á því, hve yður tekst að segja þar mikið i stuttu máli. í rauninni eru þær greinar á við margra blaðsíðna ritgerðlr, og þær fá mér oft margt að hugsa." .... Að norðan skrifar merkur bóndi: „Það er sannarlega þakklætisvert að halda úti tímariti, sem er laust við alla pólitík, en lætur flest annað til sín taka. Ég hef á nokkuð langri æfi aldrei vitað til þess, að nokkurt íslenzkt timarit væri jafnstundvíst og Samtiðin. Hún bregst aldrei. Og svo er hið lága verð: 10 krón- ur. Fyrir þetta tvennt: stundvísina og það, hve verði ritsins er í hóf stillt, miðað við hinar rándýru bækur (sem sýnilega eru margar hverjar eingöngu gefna út í gróðaskyni) á Samtiðin skilið virðingu og þökk allra íslendinga." Úr Skaftafellssýslu er oss skrifað: „Leiðarar yðar, greinaflokkurinn: Við- horf dagsins, síðan: Merkir samtíðarmenn og dálkurinn: Þeir vitru sögðu, eru af- bragð. Samtíðin er holhir og kærkominn gestur á mitt heimili." — Þér hafið málað engilinn með sex fingur á hægri hendinni. Haf- ið þér nokkurn tíma séð engil með sex fingur? —¦ Nei, en hafið þér séð engil með fimm? íöálsbindagerðin Jakobína Ásmundsdóítir Suðúxgötu 13, Reykjavik. Sími 2759. Býr til alls konar hálsbindi, trefla og s^æður. Selur kaupmönnnm og káup'félög- um um land allt. Fyrsta flokks efni og vinna. A 1 1 s k o n a r rafvéla- viðgerðir viðgerðir og nýlagnir í verksmiðjur, hús og skip. H.f. SEGULL Verbúðunum Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.