Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 29
SAMTÍÐIN 25 Bókarfregn Ólafur Jóh. Sigurðsson: Kvisti.r í a 11 a r i n u. Sögur. Víkings- útgáfan Unuhúsi, Gar'ðastræti 15— 17. Reykjavík 1942. 2G2 bls. VINIR GRÓANDANS í íslenzkum bókmenntum mimu fagna þess- ari bók af lieilum hug. Um höfund hennar er það m. a. vitað, að hann er ungur Árnesingur, sem hefur reynzt skáldköllun sinni trúr. Á barnsaldri reit hann tvær barnabæk- ur: Við Álftavatn (1. útg. 1934, 2. útg. 1935) og Um sumarkvöld (1935). Síðan snéri hann sér að stærri viðfangsefnum og tók að rita sögur fyrir eldri lesendur. Ávexí- irnir urðu skáldsögurnar Skuggarnir af bænum (1936), Liggur vegurinn þangað? (1940) og því næst þessi bók, sem geymir 8 smásögur. En lÖlafur Jóhann hefur ritað enn fleira. Á víð og dreif i tímaritum og blöð- um er að finna kvæði, smásögur og greinar eftir hann, m. a. mjög snjall- ar greinar hér í Samtiðinni frá 1940. Um þessa síðustu bók hins unga höfundar er það í skemmstu máli að segja, að þar er hver sagan annarri snjallari. Söguefnin eru margbreyti- leg, innsæi höfundar furðu næmi, tækni í meðferð efnisins miklu meiri en vér eigum hér að venjast at* mönnum á hans aldri, og still og málsmeðferð er sifellt að verða pe'r- sónulegri. Ólafur Jóliann á enn eftir að afla sér mikillar lífsreynslu og þekkingar. Skáldtækni á liann sér hins vegar orðið i furðu ríkum mæli. Hann hefúr -fram til þessa vek'ið Campcmy, 79 Wall Street New York. Hafnarhúsinu Reykjavík. Útvegum loftflautur fyrir skip og báta. Nokkur stykki fyrir- liggjandi. Arnason, Pálsson & Co. h.f. Lækjargötu 10 B. — Sími 5535.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.