Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.04.1943, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 skógi“. Þar er söguefnið ámóta litið og það er stórt í fyrstu sögunni og hraðinn vélknúinn. Allar persónurn- ar eru hér táknrænar og allar jafn- skírar, enda þótt tvær þeirra séu fremstar á fleti myndarinnar. Há- tindi sínum nær sagan i ástarævin týri pokabuxnamannsins og lág- vöxnu, ljóshærðu stúlkunnar úti i hvamminum við ána (á bls. 82), og hygg ég, að ekki hafi oft tekizl að lýsa svipuðum atburði með kurteislegra hispursle'ysi i nýjustu hókmenntum vorum. Ef til vill er sagan Píus páfi yfir- gefur Vatíkanið liaglegast gerð sam- kvæmt þeim „kúnstarinar reglum“, sem fyrr meir var talið skylt að fylgja við samningu smásagna. En þó að býsna örðugt sé að skapa smásögu samkvæmt ströngustu kröf- um, er hins vegar allsendis tilgangs- laust að ætla sér að leggja eitthvert allsherjar alinmál á slíkan varning. Þar verður hver að leita síns forms og finna það á sinn sérkennilega hátt. Með þessari bók tel ég, að ,Ó1- afur Jóhann liafi drjúgum þokazl að því marki að finna sjálfan sig og skapa sér öruggari starfsgrundvöll en áður var náð. Þessar sögur vísa honum sem hetur fer ekki „til sætis“ (þvi að slíkt liæfir gamalmennum), heldur iil óþrotlegrar baráttu í fylk ingu þeirra manna, er mikils má af vænta meðal „hinna stríðandi" skálda vorra. S. Sk. Vinnuskilyrðin tryggja yður ^Fígóía og- góða vínnu, Þau eru bezt í rafmagnsfaginu á Vesturgötu 3 Bræðurnir Ormsson Höfum bezt úrval af hvers konar fáanlegum blómum Einnig blóma- og matjurtafræ og smekklegar leirvörur (keramik). 6ARÐASTR.2 SÍMI I899 * AMTÍÐIN óskar eftir niörgum, nýjum áskrifendum með næstu póstferðum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.