Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 7
SAMTiOIN Maí 1943_ Nr. 92 10. árg., 4. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. EYNSLAN hefur sýnt, að þegar líða tekur að vori og líkami okkar er orðinn fjörefnasnauður eftir langvarandi sólarleysi og óhollt vetrarloft, kemur hinn nijög svo hvimleiði gestur, inflúenzan, oft hingað og herjar á okkur. Á undanförn- um útmánuðum hefur þó nokkrum sinn- um orðið að fyrirskipa samkomubann og loka skólum hér á landi af þessum ástæð- um. Heimsstyrjöldin hefur aukið mjög lík- urnar fyrir því, að við megum innan tíð- ar búast við magnaðri inflúenzu hér á landi, sbr. Spænsku veikina, sem sigldi í kjölfar styrjaldarinnar 1914—18. I Ameríku er af læknum og vísinda- mönnum háð hörð barátta gegn þessum hvimleiða sjúkdómi, sem svo oft reynist undanfari ýmissa illkynjaðra pesta. Ný- lega skrifaði amerískur læknir, Myron Weiss, grein, sem hann nefndi: Stríð gegn inflúenzu, en undirfyrirsögn var: Skyldi farsótt þessi ræna heiminn 20.000.000 mannslíf- um, næst þegar hún lcemur? — Samtíðin birtir hér útdrátt úr grein lækn- isins: Eins og riddarar geysast sjúkdóm- arnir áfram á stríðstímum, og aðvaranir um Spænsku veiki nr. 2 eru þegar orðnar háværar í Ameríku. Menn muna enn þá fullvel eftir drepsóttinni eftir fyrra stríð- ið, sem svipti 500.000 Ameríkumenn lífi. Heilbrigðismálastjórn Bandaríkjanna hef- ur nú látið fjölda vísindamanna hefjast handa gegn væntanlegri inflúenzu. I mörg- um rannsóknarstofum er unnið sleitulaust að rannsókn á þessum ísmeygilega og hvimleiða sjúkdómi. Hinni miklu baráttu læknanna gegn inflúenzunni getur hver maður lagt liðsinni sitt. Það gera menn bezt með því að verja sig og heimili sín sem kostgæfilegast gegn sjúkdómnum. — Inflúenza gerir fyrst vart við sig á þessa leið: 1) Menn verða lasnir. 2) Þeir finna til höfuðþyngsla og beinverkja. 3) Vatn streymir úr nefjum þeirra. 4) Ýmist er þeim hrollkalt eða sjóðheitt. 5) Þeir fá harðan þurrahósta. — Þegar menn finna til inflúenzunnar, eiga þeir tafarlaust að leggjast í rúmið. Inflúenzu má þekkja frá venjulegu kvefi á því, að hún byrjar með verkjum og stingjum, en kvef með hnerr- um. Sé um inflúenzu að ræða, er nauð- synlegt, að læknir vitji sjúklingsins og að liann njóti góðrar hjúkrunar. Inflúenzan er venjulega 5 daga í sjúklingnum, en síð- an er hann um það bil hálfan mánuð að jafna sig. Varizt að fara of fljótt á fæt- ur, því að lungnabólgan, fylgifiskur inflú- enzunnar, liggur í leyni og situr um líf yðar. Ekki hefur enn tekizt að finna upp órækt lyf gegn inflúenzu. Það, sem áunn- izt hefur, er að vernda menn gegn fylgi- kvillum hennar. Beztu varnirnar gegn in- flúenzu eru í því fólgnar að forðast að snúa að fólki, sem er með hósta og hnerra. Menn eiga að venja sig á að taka köld steypiböð á morgnana og neyta hollrar og bætiefnaríkrar fæðu. Auk þess er ágætt að neyta bætiefna sérstaklega. Inflúenzu- „virusar“ eða bakteríur hafa fundizt á undanförnum árum. Enskir vísindamenn fundu „virus“ A. Síðan fann dr. Thomas Francis yngri, er nú starfar við Michigan- háskólann, „virus“ B. Á vegum Rockefel- lers-stofnunarinnar og í Fíladelfíu er nú unnið markvisst að því, að finna bóluefni, er fái verndað menn gegn inflúenzu. Hið tiltölulega nýja lungnabólgulyf kemur að miklu gagni í baráttunni, því að eins og áður er sagt, fylgir lungnabóiga oft in- flúenzu. Ameríkumenn hafa ásett sér að verjast komandi inflúenzudrepsótt sem einn maður. Leikmenn þar í landi munu auka þá vörn bezt með því að fylgja framangreindum aðvörunum. Förum að dæmi þeirra.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.