Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 10
6 SAMTlÐIN Tíu atriði sem ég vildi óska, aö ég liefði vitað, áður en ég varð 21 árs: 1) Hvert lífsstarf mitt yrði. 2) Að lieilsa mín eftir þrítugt yrði að verulegu leyti undir því kom- in, hvað ég æti og drykki fram til 21 árs aldurs. 3) Hvernig ég ætti að fara með peninga. 4) Hve mikilsvert alriði það er í lífinu, að vera snyrtilega til fara og prúður í framkomu. 5) Að örðugt er að hreyta um lífs- venjur, eftir að við erum orðin 21 árs. 6) Að þau atriði, sem máli skipta, krefjast tíma, þolinmæði og mik- ils starfs. 7) Að veröldin launar mönnum yf- irleitt að verðleikum. 8) Að gott uppeldi er ekki einungis mikilsverðara en mikið strit, heldur hráðnauðsynlegt hverj- um manni. 9) Að sannsögli og heilindi eru ó- metanleg'. 10) Að foreldrar minir voru vitrari en ég hélt. Góður fréttaritari er sá maður, sem kann að skynja stórar fyrir- sagnir í sambandi við fréttir sínar. — F. Murray Milne. Höfuð fyrir bitann beygi, bágt er að vera undir súð. Þó er eins og allir eigi erindi í þessa búð. SUMARKVÖLD Nú lokar dagur sínum björtu brám, en breiðist næturskikkjan yfir fold, og blómin hjúfra sig að hlýrri mold; til hreiðurs leitar fugl í kyrrum trjám. Úr sumarloftsins hyljum bylgjublám með brosi gægjast stjörnuaugun skær; í þeim um eilífð himindraumur hlær, er hjarta mannsins dýpstu svalar þrám. Richard Beck. UNGIJR maður kom inn á báta- smíðastöð í Ameríku og spurði, hve lengi hann mundi verða að eign- ast einn af bátunum þar með viku- legum afborgunum. — Hve mikið hafið þér hugsað yður að horga á viku? spurði báta- salinn. — Ég fæ 20 dollara í kaup á viku og gæti borgað 5, sagði pilturinn. Bátasalinn brosti góðlátlega og sagði: — Þá munduð þér ve'rða rösk 300 ár að eignast þennan bát! — Jæja, er hann svo mikils virði, og haldið þér, að ltann mundi endast mér i 300 ár? mælti ungi maðurinn Itrosandi og fór leiðar sinnar. VÉR ÞÖKKUM öllum þeim fjölmörgu áskrifendum, sem þegar hafa greitt and- virði yfirstandandi árgangs Samtíðarinn- ar. Þeir Reykvíkingar og Hafnfirðingar. sem enn eiga það ógreitt, myndu gera oss mikinn greiða með því að greiða það nú þegar í Bókabúð Austurbæj- a r á Laugaveg 34, í B ó k a v e r z I u n Pinns Einarssonar, Austurstræti 1, eða hjá Jafet á Bræðraborgarstíg 29. Sparið með því innheimtugjaldið (2 kr.). Áskrifendur úti um land: Sparið póst- kröfu með því að senda árgjaldið nú þegar í peningum eða póstávísun.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.