Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 BRYNJÓLFUR JÓHANNESSON: FRÁ LEIKSVIÐINU 3. Þegar ég lék fyrsta hlutverk mitt IEFTIRFARANDI grein segir Brynjólf- nr Jóhannesson leikari skemmtilega, eins og hans er von og vísa, frá fyrstu kynnum sínum af leiklistinni og fyrstu störfum sínum í ])águ hennar. Kemur hér á daginn, að hann á um þessar mundir 25 ára leikaraafmæli og hefur farið með eigi færri en á annað hundrað hlutverk, Notar Samtíðin tækifærið og óskar hon- um innilega til hamingju með afmælið og öll sín margvíslegu afrek i þágu listár- innar, að því við bættu, að vér vonum, að hann eigi enn eftir að vinna margt og stórt á leiksviðinu. Um vinsældir Brynj- ólfs leikara er óþarft að ræða hér. Þær eru alkunnar. En liitt gegnir furðu, að maður, sem allan daginn vinnur lýjandi skrifstofustarf, skuR hafa átt afgangs orku til þess að gæða á annað hundrað geysi- ólíkar persónur sérkennilegu lífi á leik- sviðinu. Vér vonum, að Brynjólfur megi enn um langt skeið halda áfram að „skapa nýja menn“. Herra ritstjóri Sigur'ður Skúlason. Kæri vinur. Þú liefir beðið mig að svara svo- hijóðandi spurningu. „Hvernig var þér innanbrjósts, er þú komst á leiksvið í fyrsta sinn?“ Þó að nú séu liðin 27 ár síðan, vil ég reyna að svara þessari spurningu þinni, því að ég man nokkuð vel, hvernig mér leið, þegar ég steig fyrst fæti mínum á leiksviðið. Ég man ekki, livaða dag þetta var, en það var árið 1916 og mun hafa verið i febrúar eða marz. — Ég hafði verið við verzlunarstörf í Reykjavik árið 1915, en fór þaðan Brynjólfur Jóhannesson seint í desemher til ísafjarðar og hafði, í það skipti, ekki dvalizt lengi þar, er ég var spurður, af lir. Helga Sveinssyni, þáverandi hankastjóra íslandsbanka á ísafirði, hvort ég væri fáanlegur til þess að reyna að leika. J ú! Ég hélt nú það! Og nú skal ég' segja þér, livers vegna ég gaf strax svona ákveðið svar, — og livað olli því, að ég álpaðist inn á þessa braut. Frá þvi að ég sá danska leikflokk- inn, sem Fritz Boesen kom með hingað til lands, (það hét „Fritz Boesens TJieater Selslíal)) liafði ég haft ákaflega mikla löngun til þess að komast á leiksviðið, en þorði aldrei að hafa orð á þvi við nokkurn mann. Þegar Boesen kom fyrst til ísa-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.