Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN y Jón bóndi í Gullna hliöinu cftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. því að þá fékk ég að vera með! J á, mér fannst sjálfum ég taka átt i þessu starfi, þó að ég gerði ekki nema þetta, að sendast fyrir leikar- ana og selja leikskrár. En leikararn- ir urðu líka margir vinir mínir, og það þótt mér mikil upphefð! Ég varð yfir mig hrifinn af öllum þessum sýningum —- nema einni. Það var sýningin „Drengurinn minn“. Eg hafði, sem drengur, séð Árna Sveinsson, kaupmann á ísafirði, leika aðalhlutverkið, skósmiðinn, og ég gleymi aldrei, hve leikur hans hafði sterk áhrif á mig. Ég grét með honum og hló með honum, en það gat ég aldrei með Boesen. Leikur hans snerti mig aldrei eins og leikur Árna. Ég held, að mér sé óhætt að full- yrða, að leiksýningar Boesensflokks- ins hafi yfirleitt verið ágætar, enda var Boesen sjálfur talinn á þehm tima einn af betri leikurum Danmerkur. Um þessar mundir hélt ég, að það væri ekki nokkur vandi að vera leik- ari. Það væri ekkert annað en að læra lilutverkið nógu vel, þar með væri allt fengið. Ég komst fljótt að því, er ég fór sjálfur að fást við leik- stax-fið, að það þarf dálítið meira. Fólk gerir sér áreiðanlega ekki ljóst, liversu mikið stai'f það -er að æfa stórt leikrit, og livað það í raun og veru er að leika. Þessi formáli er nú orðinn nokkuð langui', en mér fannst ég mega til að liafa liann. Fyrsta leiki-itið, sem ég lék í, lieit- ir „N e i“ eftir Heiberg, og meðleik- endur minir, sem, ég man sérstak- Friðmundur Friðar í Karlinum í kassanum eftir Arnold og Bach.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.