Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN Ógautan í Dansinum í Hruna eftir Ind- riða Einarsson. lega eftir, voru þau frk. Nikólína Árnadóttir (Svéinssonar, kaup- manns) og Helgi Sveinsson banka- stjóri. Nikólína lék ástarhlutverkið á móti mér, „frk. Soffíu“, og gerði það mjög vel, en Ilelgi lék „hringj- arann Link“ alveg ágætlega. Sjálfur lék ég, eða réttara sagl reyndi að leika, „Hammer stúdent“. Við höfðum æft af kappi. Ég man ekki núna, hvað við höfðurn langan tíma til þess, enda skiptir það litlu máli, en það man ég, að ég var fljót- ur að læra hlutverkið og lögin, sem ég átti að syngja. Það vantaði svo sem ekki áhugann! Ilelgi var leið- heinandi og leysti það slarf prýði- lega af hendi. Loksins leið að frumsýningunni, og nú átti maður þá að fara að „troða upp“ og var heldur en ekki rogginn! Mér höfðu verið lánuð „salla“-fín kjólföt, en í slika flik liafði ég aldrei komið áður og þóttist nú heldur en ekki maður, jiá, mér fannst ég vera fjandi fyrirmannlegur og hugsaði mér, að nú skyldi ég þó slá um mig, þegar ég kæmi inn á leiksviðiö, en fara þó auðvitað eftir öllum fyrir- skipunum leikstjórans. Þegar húið var að mála (sminka) mig (það gat ég auðvitað ekki sjálfur þá), fór ég inn á leiksviðið og leit fram í salinn í gegnum gat á fortjaldinu. Salurinn var orðinn fullur af fólki. Húsið tók, að mig minnir, nálægt 400 áhorfend- ur. — Eflir litla stund tók ég alll í einu eftir því, að lijartað í mér fór að slá örara, og áður en varði var það komið á harða sprett, en ég fór líka að verða máttlaus í hnjánum og Ingimar Sólon í Fagurt er á fjöllum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.