Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 riða á beinunum. Þetta liefir víst verið talsvert áberandi, því að Nikó- lína, sem kom til mín í þessu, sagði: „Aha!! Ertu nú að verða „nervös“ karlinn! „Nei, nei, ég bélt ekki! Ég þorði ekki annað en bera mig karl- mannlega. Fyrsta innkoma mín á leiksviðið var þannig, að ég átti að líla liægt og gætilega inn um dyrnar, litast um i stofunni, sem var mannlaus, og segja: „Nú, liér er þá enginn !“, ganga síðan inn á leiksviðið, setjast rólega á stól við borðið og tala alllangt mál við sjálfan mig, standa síðan npp, ganga liægt yfir leiksviðið að ruggu- stól, á meðan ég sagði síðustu setn- inguna, áður en næsti leikari kom inn. — Ég get fullvissað þig um, að það var síður en svo, að þessi fyrirskipun leiksljórans héldist. Jú, ég rak haus- inn inn um dyrnar, en óð síðan inn á leiksviðið með þeim heljar krafti, að ég gat ekki stöðvað mig, rak mig á borð og stóla og rápaði fram og aftur, eins og hundur, sem snýst um róf- una á sér, og bunaði út úr mér í einni lotu mestu af því, sem ég átti að segja. Ég var svo fljótmæltur, að ég held, að fæstir liafi skilið orð af því, sem ég sagði. Einhver góður maður bafði ráðlagt mér að líta aldrei fram í sal, því að það gæti truflað mig, að sjá allt í einu öll þessi starandi augu! Ég gerði það heldur ekki, en ég fann — já — ég fann, hvernig þau störðu — þessi augu — rnörg lnmdruð augu. Það var hræðilegt! Mér fannst ég verða svo lítill og ræfilslegur í fína kjólnum, lijartað barðist, og ég var alveg þurr í munninum. Mér fannst ég draga löfin á kjólfötunum á eftir mér og buxurnar vera að detta niður um mig. Þetta var óskapleg líðan! Ég settist auðvitað aldrei á stólinn og gleymdi öllum öðrum fyrirskipun- um leikstjórans. Ég lield, að það sé alveg óhætt að segja, að mér liafi fnndizt ég vera eins og afar illa gerður hlutur! Þegar næsti leikari kom inn Jakob skóari í Jeppa á Fjalli eftir Holberg.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.