Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 19
SAMTlÐIN 15 BJÖRN SIGFÚSSON magister: SAMHEITI TUNGUNNAR [Höfundur þessarar greinar er Jijóð- kunnur orðinn m. a. vegna islenzkukennslu sinnar í útvarpinu. Hann er maður skarp- gáfaður og lærður vel. Að undanförnu hefur hann unnið að samningu íslenzkrar samheitaorðabókar, sem telja má liið þarf- asta verk. Þar sem hér er um algera nýj- ung að ræða í orðabókarstarfsemi hér á landi. hefur Samtíðin beðið B. S. að skýra lesendum ritsins frá þessu starfi sínu, og gerir hann það í eftirfarandi grein.J |SLENZKAN og náttúra landsins eru svo s k y 1 d a r, að þekkja má livora af annarri, þó að hvorug verði nokkurn tíma þekkt til fullrar hlítar. Eðli nátt- úrunnar er sifelkl endurtekning eldri lifsinvnda, líkt og sömu orð hafa verið endurtekin óbreytt frá landnámi, en þó er engin lífsmvnd- in nákvæmlega eins og önnur og engin setning þroskaðs höfundar hugsuð nákvæmlega eins og setn- ingar eldri höfunda. Eins og varð- veizla fjölbreytninnar í gróðurríki landsins er fyrirheit um þróun þess, er varðveizla fjölhreyttrar tungu fyrirheit uiii auðuga tungu og auð- ugt hugsanalíf með þjóðinni. Varðveizla fjölbreyttrar tungu, ein af höfuðnauðsynjum 20. aldar, er ekki fyrst og fremst komin und- ir notkun fágætra orða, þótt skemmtileg geti orðið hjá málhög- um mönnum, heldur undir þvi að riota ætíð rétt orð á réttum stað. Þá munu fjölbreyini lífsins og marg'- lyndi þjóðarinnar tryggja það, að við þurfum og notum við mismun- andi tækifæri allan orðaforða tung- unnar. Hjá menningarþjóðum Evrópu er talið, að menntaður maður liafi á hraðbergi 15—20 þús. orð móður- málsins og skilji þó nokkru fleiri á hók, en fákænn borgarlýður kunni aðeins örfá hundruð orða. Alþýðu- menning okkar hefur veill miklum fjölda manna svipað vald á móður- málinu og vel menntum mönnum er ætlað erlendis. Og lýður með fárra hundraða orðaforða skapast Iiér vonandi aldrei, við því verður að sporna með öllum ráðum. En hin orðmarga tunga okkar, 200 þús. orð að minnsta kosti, býður mönn- um sem fyrr ótakmörkuð þroska- skilyrði. íþróttamannatunga í and- áns ríki hefur íslenzkan verið, síð- an hún varð til. Fullkomin orðabók tungunnar á sögulegum grundvelli er eitt af því, sem 20. öldin þarf að eignast og g'efa næstu öldum. En áður en það getur orðið, á að koma út orðabók um samheiti tungunnar. Hlutverk hennar er að létta mönnum að velja orð sín. Hvað eru samheiti? — Almennt er áliti.ð, að það séu orð sömu merk- Björn Sigfússon

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.