Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.05.1943, Blaðsíða 26
22 SAMTlÐIN Jóhannes úr Kötlum. ÞEGAR TÍMAR LÍÐA, verður hernám íslands og dvöl hins fjölmenna setuliðs í landinu talinn einn merkasti atburðurinn í sögu þess. Þessi stórviðburður' verður skráður í sögunni, sem einhver örlagaríkasti atburð- urinn fyrir þjóðina á síðari öldum. Hann mun verða ótæmandi efni fyrir söguritara og sígilt yrkisefni íslenzkra skálda og rithöfunda. Menning íslands og framtíð þess byggist ekki sízt á verkum skálda og listamanna, sem þjóðin á og kemur til með að eiga. Afstaða þeirra til þess viðhorfs, sem skapaðist í landinu við hernám þess, verður einn snarasti þátturinn í samheldni þjóðarinnar um hin andlegu og sögulegu verðmæti sín. Nú er fyrsta hernámssagan komin út, VERNDARENGLARNIR, eftir Jóhannes úr Kötlum, Ijóðskáldið, sem hefir dregið sig út úr skarkala fjöl- býlisins og skrifar ósnortið af honum urn áhrif þessa söguríka tímabils, eins og þau mæta því. Sumurn kann að þykja skáldið á köflum ósanngjarnt, en um allt er deilt — og um samúð og þjóðartilfinningu skáldsins efast enginn eftir lestur þessarar bókar um hernám hins ósnortna litla eylands í norðurhöf- um, ósnortna af vígvélum og styrjaldarhug — og kynningu heimilanna, sem það land byggir, af brúnklæddum þúsundum manna, sem tala fram- andi tungur. Verndarenglarnir er fyrsta hernámsskáldsagan — og síðar verður hún notuð sem heimild urn viðhorf íslenzku þjóðarinnar og hugs- unarhátt á hernáms- og setuliðsárunum 1940—1943. íítg.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.