Samtíðin - 01.06.1943, Page 23

Samtíðin - 01.06.1943, Page 23
SAMTtÐIN 19 Tvær aðsendar greinar: Gísli Helgason: Börn klungursins ERRA GRÉTAR FELLS ritar grein í 1. hefti Samtíðarinnar þetta ár, seni ber nafnið „Rörn klung- nrsins“. Hann velur og þeim mönn- um þetla heiti, sem færa Ijóð sín í dýran húning ríms og liátta, einkum ef þeim tekst það ekki allskostar vel að hans dómi. Hann vill liafa leyfi til að liafa ijóð sin óbundin eða frjáls, eins og hann orðar það, án þess að vera þó talinn lítið skáld, eftir því, sem mér skilst. Hann um það, hvernig hann gengur frá ljóðum sínum. En er sá ekki meiri listamaður, sem yrkir eins góð Ijóð að efni og hugsun, og færir þau auk þess í listfengan búning? Hvort verk- ið mun lengur lifa? Mundum við nú vita mikið um Egil Skallagrímsson, ef liann hefði ekki ort ljóð sín undir dýrum hætti, hefðu þau verið rímlaus? Mundu þau þá hafa lifað í þúsund ár? Hvernig stendur svo á því, að nor- rænan liefur stirðnað upp og eyði- Iagzt að miklu leyti hjá frændþjóðun- um á Norðurlöndum, en haldið mýkt sinni og auðgi hér. Mun það ekki að nokkru stafa af þvi,að hér hefur jafn- an verið ort á málinu undir dýrum háttum, verið rímað og glimt við erfiðið, klungrið, sótt á brattann, en ekki látið duga að dunda á flatneskj- unni. Lesið framtíðarskáldsöguna: Svartir dagar eftir SIGURÐ HEIÐDAL. Bók, sem ómögulegt er að hætta við fvrr en hún er lesin til enda. Tilvalinn lestur í sumarleyfinu. — VÉLSMÍÐI ELDSMfi)I MÁLMSTEYPA SKIPA- OG VÉLAVIÐGERÐIR

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.