Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 7
SAMTIÐIN September 1943 Nr. 95 10. árg., 7. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUIt SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. VT OIÍKRIR ÁHUGASAMIR menn á Akra- ' nesi hófu árið, sem leið, útgáfu blaðs, sem þeir nefndu „Akranes“. Ritnefnd blaðsins skipuðu þeir Arnljótur Guðmunds- son bæjarstjóri, Ólafur B. Bjiirnsson kaup- maður og Ragnar Ásgeirsson ráðunautur. Áæílað var, að blaðið kæmi út 10 sinn- um á ári. Fyrst í stað var blaðið prent- að í Reykjavík, með því að þá var engin prentsmiðja á Akranesi, en hinir stórhuga útgefendur undu slíku eigi til lengdar, keyptu sér prentverk og „fluttu blaðið heim“ s.l. haust. í öllum þeim aragrúa íslenzkra blaða, sem út er gefinn um þessar mundir, verð- ur ekki betur séð en að „Akranes“ hafi sérstöðu. Það er ekki pólitískt áróðurs- málgagn, heldur menningarlcgt safnrit fyrir allt það helzta, sem varðar byggðar- lag þess að fornu og nýju. Samtíðin árn- ar útgefendum blaðsins allra heilla og ósk- ar því sjálfu langlífis, því að það hefur þegar sýnt, að því er ætlað gott hlutverk í varðveizlu sögulegra gagna. Tel ég, að blaðaútgáfa þessi gæti orðið öðrum áhuga- sömum mönnum í öðrum byggðarlögum mjög til fyrirmyndar. Á slíkum blöðum er kaupstöðunum líka full þörf, ef þeir hirða nokkuð um varðveizlu menningarlegra verðmæta sinna, og fæ ég ekki betur séð en að hér sé um mjög merkilegt frum- kvæði að ræða. Árið 1930 báðu hafnfirzk- ir bæjarfulltrúar mig að semja sögu Hafn- arfjarðar, er út skyldi koma á 25 ára afmæli kaupstaðarins árið 1933. Ég taldi ýmis tormerki á að takast þetta geysi- örðuga verk á hendur, en lét þó tilleiðast, sakir mjög eindreginna tilmæla. Er 'ekki að orðlengja, að örðugra starf hef ég ekki komizt í kynni við. Heimildir voru dreifð- ar um skjalasöfn í Hamborg, Kaupmanna- höfn og Reykjavík, og þegar til átti að taka, reyndust skjölin í þjóðskjalasafni voru í Reykjavík að því, er verulegan hluta heimilda minna snerti, í slíkri óreiðu og hrærigraut, að næsta ógerlegt var að nota þau. Ótalið er, að ég þurfti að Ieita til fólks, svo að tugum skipti, til þess að skrifa um ýmsa þætti úr sögu bæjarins eftir frásögn þess. Dóu nokkrir heimild- armanna minna á milli þess, að ég hafði haft af þeim spurnir og þar til Saga Hafn- arfjarðar kom út. Ég er hræddur um, að mér hefði í hinni örðugu heimildaleit minni verið mikill styrkur að því að eiga aðgang að blaði á borð við „Akranes", þar sem hvers konar fróðleikur um eldri og yngri sögulegar minjar Hafnarfjarðar hefðu verið skráðar. En þar í bæ höfðu Iítt verið gefin út annars konar blöð en pólitísk áróðursblöð, svo sem tíðkast í ís- lenzkum bæjum, en þau blöð eiga einkum að orka á hugi manna á líðandi stund og hafa lítið heimildargildi síðar meir. Ólafur B. Björnsson kaupmaður hefur skráð stórlega athygliverðar ritgerðir í blaðið Akranes. Hann hefur m. a. skrifað þar greinar um upphaf bindindishreyf- ingarinnar á Akranesi, um rekstur sjávar- útvegsins, meðan hann var rekinn á gamla vísu, um verzlunarsögu staðarins, um Garða og Garðapresta, sögu barnaskólans og um kennara hans, frásögn um sönglíf á Akranesi o. m. fl. — Þessi blaðaútgáfa á tvímælalaust skilið almenna viðurkenn- ingu. Ú ER EKKI lengur hægt að útvega ^ ’ Samtíðina alla frá upphafi, því að nokkur hefti eru uppseld. En meðan birgðir endast, getið þér fengið 6 0 eldri hefti (tæpar 2000 bls.), ef þér sendið 50 krónur. Hvert hefti er sjálfstætt um efni. Notið þetta einstæða tækifæri strax. Langbeztu bókakaup árs- ins. Sent burðargjaldsfrítt um allt land.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.